Vegareiði er ekkert grín en í gær var Bandaríkjamaður dæmdur í langt fangelsi fyrir að missa sig á götunni og myrða annan mann.
Larry Gasser fékk 30 ára fangelsisdóm fyrir að myrða Joe McKnight í desember árið 2016. McKnight var fyrrum leikmaður í NFL-deildinni.
Gasser og McKnight lenti saman út á götu. Voru að keyra hlið við hlið er þeir byrjuðu að rífast. Er þeir stöðvuðu bíla sína þá skaut Gasser að McKnight úr bílstjórasæti sínu með þeim afleiðingum að McKnight lést.
Þetta var í annað sinn á tíu árum sem Gasser lenti í átökum á nákvæmlega sama stað en í fyrra skiptið þá myrti hann ekki neinn.
„Allir bílstjórar sem eiga í vandræðum með skapið sitt undir stýri skulu læra af þessum dómi,“ sagði dómarinn, Ellen Kovach.
Fékk 30 ára fangelsisdóm fyrir að myrða fyrrum NFL-leikmann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


