Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á mánudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer fundurinn fram í Berlín.
Angela Merkel endurnýjaði umboð sitt sem kanslari Þýskalands fyrr í mánuðinum eftir að Jafnaðarmannaflokkurinn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu samstarf sitt.
Merkel hefur verið kanslari Þýskalands frá árinu 2005.

