Ingvar Jónsson, oddviti framboðslista Framsóknarflokks í borgarstjórnarkosningunum í maí, hefur tekið við sem áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Fyrir Ingvari víkur Sævar Þór Jónsson sem áheyrnarfulltrúi. Þá hefur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi vikið sem varaáheyrnarfulltrúi í ráðinu til að rýma fyrir Aðalsteini Hauki Sverrissyni sem fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.
Oddviti verður áheyrnarfulltrúi
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
