Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2018 19:45 Anton V. Vasiliev er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vísir/Elín Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. Hann vonar jafnframt að Skripal sjálfur geti varpað ljósi á málið þegar hann nær heilsu að nýju. Bretar eru fullvissir um að Rússar beri ábyrgð á árásinni en í gær greindi forsætisráðherra Breta frá því að 23 rússneskir erindrekar yrðu reknir úr landinu. Í dag sögðust rússnesk yfirvöld ætla að svara í sömu mynt, enda eigi ásakanirnar ekki við rök að styðjast. „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury 4. mars. Í öðru lagi buðum við strax fram aðstoð okkar við rannsókn Breta á þessu máli en tilboði okkar var hafnað,“ segir Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, í samtali við Stöð 2. Bretar og stærstu bandamenn þeirra, Frakkar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að ekki komi annað til greina en að Rússar beri ábyrgð á árásinni en taugaeitrið sem um ræðir var þróað af Rússum í seinna stríði. „Þetta er einkennandi verknaður af hálfu rússneska ríkisins sem notaði vísvitandi Novichok-taugaeitur þróað af Rússum til að refsa rússneskum liðhlaupa, eins og þeir líta á það, í aðdragand kosninga Vladimírs Pútíns,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í dag en forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudaginn.Óttast ekki að málið hafi áhrif á sambandið við Ísland Þessu er sendiherrann ósammála. „Við teljum að þessi nýlega stuðningsbylgja við ásakanir Breta í garð Rússa sé einfaldlega fáránleg því hún byggist ekki á neinum staðreyndum,“ segir Vasiliev. Sem stendur liggja fyrrum njósnarinn og dóttir hans þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Salisbury í dag. „Ég vona að þegar Skripal nær sér geti hann kannski gefið okkur nýjar, áhugaverðar upplýsingar sem geti varpað ljósi á þetta mál,“ segir Vasiliev. Aðspurður kveðst hann ekki óttast að málið hafi áhrif á samband Íslendinga og Rússa. „Ég vona að þetta hafi engin áhrif á samband okkar við Ísland sem er mjög gott þrátt fyrir vandamál sem eru til staðar,“ segir Vasiliev, en í ár eru 75 ár síðan formleg utanríkissamskipti ríkjanna hófust. Þá kveðst hann hlakka til að fylgjast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar. Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. Hann vonar jafnframt að Skripal sjálfur geti varpað ljósi á málið þegar hann nær heilsu að nýju. Bretar eru fullvissir um að Rússar beri ábyrgð á árásinni en í gær greindi forsætisráðherra Breta frá því að 23 rússneskir erindrekar yrðu reknir úr landinu. Í dag sögðust rússnesk yfirvöld ætla að svara í sömu mynt, enda eigi ásakanirnar ekki við rök að styðjast. „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury 4. mars. Í öðru lagi buðum við strax fram aðstoð okkar við rannsókn Breta á þessu máli en tilboði okkar var hafnað,“ segir Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, í samtali við Stöð 2. Bretar og stærstu bandamenn þeirra, Frakkar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að ekki komi annað til greina en að Rússar beri ábyrgð á árásinni en taugaeitrið sem um ræðir var þróað af Rússum í seinna stríði. „Þetta er einkennandi verknaður af hálfu rússneska ríkisins sem notaði vísvitandi Novichok-taugaeitur þróað af Rússum til að refsa rússneskum liðhlaupa, eins og þeir líta á það, í aðdragand kosninga Vladimírs Pútíns,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í dag en forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudaginn.Óttast ekki að málið hafi áhrif á sambandið við Ísland Þessu er sendiherrann ósammála. „Við teljum að þessi nýlega stuðningsbylgja við ásakanir Breta í garð Rússa sé einfaldlega fáránleg því hún byggist ekki á neinum staðreyndum,“ segir Vasiliev. Sem stendur liggja fyrrum njósnarinn og dóttir hans þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Salisbury í dag. „Ég vona að þegar Skripal nær sér geti hann kannski gefið okkur nýjar, áhugaverðar upplýsingar sem geti varpað ljósi á þetta mál,“ segir Vasiliev. Aðspurður kveðst hann ekki óttast að málið hafi áhrif á samband Íslendinga og Rússa. „Ég vona að þetta hafi engin áhrif á samband okkar við Ísland sem er mjög gott þrátt fyrir vandamál sem eru til staðar,“ segir Vasiliev, en í ár eru 75 ár síðan formleg utanríkissamskipti ríkjanna hófust. Þá kveðst hann hlakka til að fylgjast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar.
Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00