Lífið

Könnun: Hvað finnst þér um nýju landsliðstreyjurnar?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona líta treyjurnar út.
Svona líta treyjurnar út. Vísir
Í dag voru nýjar landsliðstreyjur íslenska landsliðsins í knattspyrnu kynntur til leiks en íslenska karlalandsliðið mun skarta þeim á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Treyjurnar er hönnuð af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea en þær voru formlega kynntar til sögunnar á Laugardalsvelli í dag.

Hönnunin er innblásin af fyrri búningum íslenska landsliðsins en treyjan á einnig að „endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“

Innan á kraganum er að finna áletrunina „Fyrir Ísland“, sem lýsir vel þeim hug sem leikmenn landsliðanna okkar bera þegar þeir ganga inn á keppnisvöllinn.

En hvað finnst lesendum Vísis um búninginn? Hér að neðan má taka þátt í könnun þar sem hægt er að segja sína skoðun.





Tengdar fréttir

Svona lítur HM-búningur Íslands út

Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum.

HM-búningur Íslands fer í sölu í dag

Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×