Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2018 11:30 Hart hefur verið deilt um ágæti frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í því er lagt til að allt að sex ára fangelsi liggi við því að umskera drengi. Vísir/Getty Trúarhópar kristinna manna, gyðinga og múslima vara við umskurðarfrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í sameiginlegri yfirlýsingu. Verði frumvarpið að lögum brjóti það gegn grunvallarréttindum trúfrelsis og sendi skilaboð um að gyðingar og múslimar séu ekki velkomnir á Íslandi. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtaka kristinna manna, múslima og gyðinga sem Kirknaráð Evrópu (CEC) og Kaþólska biskuparáðið í Evrópu (CCEE) sendi frá sér í dag lýsa þau yfir áhyggjum af frumvarpinu sem myndi gera umskurð ungra drengja sem ekki er gerður af læknisfræðilegum ástæðum refsiverðan. Samtökin segja að umskurður sé hefð sem hafi verið stunduð í þúsundir ára í trúarsamfélögum af ýmsum toga. Athöfnin sé ekki valkvæð heldur sé hún kjarni trúariðkunarinnar. „Það er með þessari tilteknu trúarathöfn sem karlkyns börn eru boðin velkomin inn í trúarbrögð sín sem sér þeim fyrir tákni um sáttmála guðs við mannkynið. Fyrir þessi samfélög er hún grundvallartrúartjáning,“ segir í yfirlýsingunni. Gera samtökin lítið úr rökum um að umskurður sé óásættanlegt inngrip í líkama ósjálfráða barna. Aðgerðin sé lögleg og gerð á viðurkenndan hátt þannig að heilsu barnsins sé ekki stefnt í hættu. Ekki sé því hægt að réttlæta að skerða trúfrelsi fólks með hlutlægum hætti. Vara samtökin við því að þingmenn samþykki frumvarpið. Það myndi jafngilda því að banna tvö heimstrúarbrögð, gyðingdóm og múslimatrú, og fylgjendur þeirra. Ísland fengi þannig á sig blæ útlendingaandúðar sem sé sérstaklega varhugarvert í ljósi vaxandi gyðinga- og múslimaandúðar í heiminum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Trúarhópar kristinna manna, gyðinga og múslima vara við umskurðarfrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í sameiginlegri yfirlýsingu. Verði frumvarpið að lögum brjóti það gegn grunvallarréttindum trúfrelsis og sendi skilaboð um að gyðingar og múslimar séu ekki velkomnir á Íslandi. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtaka kristinna manna, múslima og gyðinga sem Kirknaráð Evrópu (CEC) og Kaþólska biskuparáðið í Evrópu (CCEE) sendi frá sér í dag lýsa þau yfir áhyggjum af frumvarpinu sem myndi gera umskurð ungra drengja sem ekki er gerður af læknisfræðilegum ástæðum refsiverðan. Samtökin segja að umskurður sé hefð sem hafi verið stunduð í þúsundir ára í trúarsamfélögum af ýmsum toga. Athöfnin sé ekki valkvæð heldur sé hún kjarni trúariðkunarinnar. „Það er með þessari tilteknu trúarathöfn sem karlkyns börn eru boðin velkomin inn í trúarbrögð sín sem sér þeim fyrir tákni um sáttmála guðs við mannkynið. Fyrir þessi samfélög er hún grundvallartrúartjáning,“ segir í yfirlýsingunni. Gera samtökin lítið úr rökum um að umskurður sé óásættanlegt inngrip í líkama ósjálfráða barna. Aðgerðin sé lögleg og gerð á viðurkenndan hátt þannig að heilsu barnsins sé ekki stefnt í hættu. Ekki sé því hægt að réttlæta að skerða trúfrelsi fólks með hlutlægum hætti. Vara samtökin við því að þingmenn samþykki frumvarpið. Það myndi jafngilda því að banna tvö heimstrúarbrögð, gyðingdóm og múslimatrú, og fylgjendur þeirra. Ísland fengi þannig á sig blæ útlendingaandúðar sem sé sérstaklega varhugarvert í ljósi vaxandi gyðinga- og múslimaandúðar í heiminum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29