Hús rýmd vegna snjóflóðahættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:14 Frá Seyðisfirði, þegar viðraði aðeins betur. Andrea Harris Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira