Reykjavíkurborg vill efla atvinnutengt nám Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Davíð Thor Morgan vinnur einu sinni i viku í Bauhaus. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira