Reykjavíkurborg vill efla atvinnutengt nám Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Davíð Thor Morgan vinnur einu sinni i viku í Bauhaus. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira