Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Áhrifin af stífari kröfum til steinefna í bundnu slitlagi eru sögð eiga eftir að koma enn skýrar fram. Vísir/GVA Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39
Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30