Kvika banki skráður á markað á föstudag Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir í samtali við Markaðinn að meginástæða skráningarinnar sé sú að mikil viðskipti hafi verið með hlutabréf bankans á undanförnum mánuðum. „Ég hugsa að um 80 prósent af hlutafé bankans hafi skipt um hendur á síðustu 15 mánuðum, þrátt fyrir að bréfin séu ekki skráð. Það hefur gert það að verkum að við höfum reynt að finna leið til þess að skapa gagnsærri vettvang til að eiga viðskipti með bréf í bankanum, í stað þess að þau fari fram í gegnum miðlara hér og þar. Fyrir hluthafana eykur skráningin því seljanleika með bréf bankans og þá gerir skráningin þeim sem hafa áhuga á að kaupa lægri fjárhæðir í bankanum auðveldara um vik,“ útskýrir hann. Hann nefnir að þegar hvíli rík upplýsingaskylda á bankanum, sem sé bæði eftirlitsskylt félag og með skráð skuldabréf á markaði. „Þannig að það felur ekki í sér mikinn kostnaðarauka fyrir okkur að uppfylla skilyrði skráningar.“ Rætt hafi verið hvort skrá ætti hlutabréf bankans á aðallista Kauphallarinnar en niðurstaðan hafi verið sú að skráning á First North fullnægi þörfum bankans eins og er. Stjórn bankans samþykkti í lok september í fyrra að stefna að skráningu bankans og var upphaflega lagt upp með að hún yrði að veruleika í lok síðasta árs. Ákveðið var hins vegar að bíða með skráninguna þangað til eftir að ársuppgjör bankans yrði gert opinbert um miðjan febrúarmánuð. Hagnaður Kviku af grunnrekstri nam 1.919 milljónum króna í fyrrasamanborið við 1.955 milljónir króna árið 2016. Einskiptisliðir vegna samruna og skipulagsbreytinga á árinu voru 328 milljónir króna og var hagnaður eftir einskiptiskostnaðarliði því 1.591 milljón króna á síðasta ári. Stærstu hluthafar Kviku eru tryggingafélagið VÍS með 23,31 prósents hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,22 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,86 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir í samtali við Markaðinn að meginástæða skráningarinnar sé sú að mikil viðskipti hafi verið með hlutabréf bankans á undanförnum mánuðum. „Ég hugsa að um 80 prósent af hlutafé bankans hafi skipt um hendur á síðustu 15 mánuðum, þrátt fyrir að bréfin séu ekki skráð. Það hefur gert það að verkum að við höfum reynt að finna leið til þess að skapa gagnsærri vettvang til að eiga viðskipti með bréf í bankanum, í stað þess að þau fari fram í gegnum miðlara hér og þar. Fyrir hluthafana eykur skráningin því seljanleika með bréf bankans og þá gerir skráningin þeim sem hafa áhuga á að kaupa lægri fjárhæðir í bankanum auðveldara um vik,“ útskýrir hann. Hann nefnir að þegar hvíli rík upplýsingaskylda á bankanum, sem sé bæði eftirlitsskylt félag og með skráð skuldabréf á markaði. „Þannig að það felur ekki í sér mikinn kostnaðarauka fyrir okkur að uppfylla skilyrði skráningar.“ Rætt hafi verið hvort skrá ætti hlutabréf bankans á aðallista Kauphallarinnar en niðurstaðan hafi verið sú að skráning á First North fullnægi þörfum bankans eins og er. Stjórn bankans samþykkti í lok september í fyrra að stefna að skráningu bankans og var upphaflega lagt upp með að hún yrði að veruleika í lok síðasta árs. Ákveðið var hins vegar að bíða með skráninguna þangað til eftir að ársuppgjör bankans yrði gert opinbert um miðjan febrúarmánuð. Hagnaður Kviku af grunnrekstri nam 1.919 milljónum króna í fyrrasamanborið við 1.955 milljónir króna árið 2016. Einskiptisliðir vegna samruna og skipulagsbreytinga á árinu voru 328 milljónir króna og var hagnaður eftir einskiptiskostnaðarliði því 1.591 milljón króna á síðasta ári. Stærstu hluthafar Kviku eru tryggingafélagið VÍS með 23,31 prósents hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,22 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,86 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira