Kvika banki skráður á markað á föstudag Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir í samtali við Markaðinn að meginástæða skráningarinnar sé sú að mikil viðskipti hafi verið með hlutabréf bankans á undanförnum mánuðum. „Ég hugsa að um 80 prósent af hlutafé bankans hafi skipt um hendur á síðustu 15 mánuðum, þrátt fyrir að bréfin séu ekki skráð. Það hefur gert það að verkum að við höfum reynt að finna leið til þess að skapa gagnsærri vettvang til að eiga viðskipti með bréf í bankanum, í stað þess að þau fari fram í gegnum miðlara hér og þar. Fyrir hluthafana eykur skráningin því seljanleika með bréf bankans og þá gerir skráningin þeim sem hafa áhuga á að kaupa lægri fjárhæðir í bankanum auðveldara um vik,“ útskýrir hann. Hann nefnir að þegar hvíli rík upplýsingaskylda á bankanum, sem sé bæði eftirlitsskylt félag og með skráð skuldabréf á markaði. „Þannig að það felur ekki í sér mikinn kostnaðarauka fyrir okkur að uppfylla skilyrði skráningar.“ Rætt hafi verið hvort skrá ætti hlutabréf bankans á aðallista Kauphallarinnar en niðurstaðan hafi verið sú að skráning á First North fullnægi þörfum bankans eins og er. Stjórn bankans samþykkti í lok september í fyrra að stefna að skráningu bankans og var upphaflega lagt upp með að hún yrði að veruleika í lok síðasta árs. Ákveðið var hins vegar að bíða með skráninguna þangað til eftir að ársuppgjör bankans yrði gert opinbert um miðjan febrúarmánuð. Hagnaður Kviku af grunnrekstri nam 1.919 milljónum króna í fyrrasamanborið við 1.955 milljónir króna árið 2016. Einskiptisliðir vegna samruna og skipulagsbreytinga á árinu voru 328 milljónir króna og var hagnaður eftir einskiptiskostnaðarliði því 1.591 milljón króna á síðasta ári. Stærstu hluthafar Kviku eru tryggingafélagið VÍS með 23,31 prósents hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,22 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,86 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir í samtali við Markaðinn að meginástæða skráningarinnar sé sú að mikil viðskipti hafi verið með hlutabréf bankans á undanförnum mánuðum. „Ég hugsa að um 80 prósent af hlutafé bankans hafi skipt um hendur á síðustu 15 mánuðum, þrátt fyrir að bréfin séu ekki skráð. Það hefur gert það að verkum að við höfum reynt að finna leið til þess að skapa gagnsærri vettvang til að eiga viðskipti með bréf í bankanum, í stað þess að þau fari fram í gegnum miðlara hér og þar. Fyrir hluthafana eykur skráningin því seljanleika með bréf bankans og þá gerir skráningin þeim sem hafa áhuga á að kaupa lægri fjárhæðir í bankanum auðveldara um vik,“ útskýrir hann. Hann nefnir að þegar hvíli rík upplýsingaskylda á bankanum, sem sé bæði eftirlitsskylt félag og með skráð skuldabréf á markaði. „Þannig að það felur ekki í sér mikinn kostnaðarauka fyrir okkur að uppfylla skilyrði skráningar.“ Rætt hafi verið hvort skrá ætti hlutabréf bankans á aðallista Kauphallarinnar en niðurstaðan hafi verið sú að skráning á First North fullnægi þörfum bankans eins og er. Stjórn bankans samþykkti í lok september í fyrra að stefna að skráningu bankans og var upphaflega lagt upp með að hún yrði að veruleika í lok síðasta árs. Ákveðið var hins vegar að bíða með skráninguna þangað til eftir að ársuppgjör bankans yrði gert opinbert um miðjan febrúarmánuð. Hagnaður Kviku af grunnrekstri nam 1.919 milljónum króna í fyrrasamanborið við 1.955 milljónir króna árið 2016. Einskiptisliðir vegna samruna og skipulagsbreytinga á árinu voru 328 milljónir króna og var hagnaður eftir einskiptiskostnaðarliði því 1.591 milljón króna á síðasta ári. Stærstu hluthafar Kviku eru tryggingafélagið VÍS með 23,31 prósents hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,22 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,86 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira