Hinar mörgu hliðar brotthvarfs Hrönn Baldursdóttir skrifar 14. mars 2018 07:00 Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menntamálastofnun út skýrslu um ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum haustönnina 2017. Niðurstöðurnar eru svipaðar og undanfarin ár og enn vekur mesta athygli að 141 hætti vegna andlegra veikinda. Það er vissulega alvarlegt og löngu tímabært að sálfræðiþjónusta sé öllum aðgengileg innan heilbrigðistryggingakerfisins. En hvað með hina 611 sem hættu? Skoðum helstu þættina: l 213 var vísað úr skóla vegna brots á mætingarreglum. Helstu skýringarnar eru mikil vinna, lítill svefn, mikil tölvu- og samfélagsmiðlanotkun, vanlíðan, stefnuleysi og agaleysi. Nemendur sem eru á skólastyrk mæta að jafnaði mun betur og gæti því aukin áhersla á styrkjakerfi bætt úr. l 95 vildu fara að vinna. Af hverju vildu þeir það? Hjá mörgum er skýringin mikill skólaleiði sem hefur jafnvel byggst upp frá því snemma í grunnskóla. Starfsreynsla er ómetanleg og hafa margir mannast, þroskast og eflst við að vinna og komið aftur í skóla síðar, tilbúnir í nám. Hins vegar tefur vinnan námsframvindu mjög margra. Aðeins 14 nefna fjárhagsskort sem ástæðu fyrir að þau hættu í námi. Hugsanlega er það líka ástæðan hjá einhverjum þeirra 95 sem vildu fara að vinna, enda sú skýring auðveldari en að nefna fjárskort. l 123 hættu vegna námsins; 99 vegna áhugaleysis/tilgangsleysis og 24 vegna þess að námið var of erfitt. Þetta er stór hópur og má að miklu leyti skrifa á ónógan námslegan undirbúning og litla náms- og starfsfræðslu. Það eru um 100 brautir í framhaldsskólum landsins, yfir 300 námsleiðir í grunnnámi háskóla og tugir námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, stofnunum og fyrirtækjum. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað spennandi ef réttur undirbúningur og fræðsla er til staðar. Tölur sýna að á Íslandi er mun minni náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf en í löndum sem við berum okkur saman við. Lengi hefur verið mælt með að miða við 300 nemendur á hverja stöðu náms- og starfsráðgjafa en ekki hefur orðið af því. Í dag miða Finnar t.d. við 250 nemendur á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa. Ef ég tek þetta saman þá finnst mér, eftir tuttugu ára reynslu sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla, algengustu ástæður brotthvarfs vera: stefnuleysi og óvissa með náms- og starfsval. Of lítil þjónusta við nemendur með slakan námslegan undirbúning, athyglisbrest og á einhverfurófi. Mikil vinna vegna eigin framfærslu, agaleysi, mikil tölvu- og netnotkun, lítill svefn og slæmt mataræði. Ástæður brotthvarfs eru margvíslegar og því þurfa viðbrögðin að vera margvísleg eins og fram kemur í öllum þeim skýrslum sem til eru. Allir í samfélaginu geta haft áhrif þar um en ég vil nefna örfáa punkta. Ef við byrjum á skólakerfinu þá hefur kastljósinu aðallega verið beint að framhaldsskólunum. Þeir hafa í mörg ár verið að bregðast við með ýmsum hætti og hafa fengið styrki til að auka ýmsa þjónustu. Kerfið sjálft er alltaf að batna þó enn sé það gamaldags á mörgum stöðum. Þó að brotthvarfsferlið byrji á grunnskólaaldri þá hefur mér vitanlega ekki verið kallað eftir áætlunum grunnskóla og sveitarfélaga um markvissa vinnu gegn því. Ég er ánægð með „nýja“ námskrá grunnskólanna (2011) og sé að margt verður enn betra þegar skólarnir hafa efni á að vinna að fullu samkvæmt henni. Við hljótum þó að kalla eftir markvissari aðgerðaáætlun á þessu skólastigi. Einnig vil ég kalla atvinnulífið til ábyrgðar á hluta brotthvarfsins en það sem að því snýr er að veita námsmönnum sem eru í vinnu svigrúm til að sinna náminu. Það er skortur á vinnuafli og nemendur finna það. Margir þeirra tjá sig um mikinn þrýsting á að vinna meira og mörg fyrirtæki taka ekki tillit til álagstíma í skólum eins og próftíma þó sum geri það vissulega. Heildstætt og öflugt skipulag á starfskynningum og sífelld framleiðsla fræðsluefnis um störf og atvinnulífið þarf að vera fyrir hendi. Yfirvöld menntamála, atvinnuvega og atvinnulífið þyrftu í sameiningu að koma að því skipulagi. Við hin fullorðnu mættum líka líta í eigin barm, skoða eigin viðhorf og hvernig þau birtast í tali okkar um störf og nám. Við getum verið agaðri og þannig betri fyrirmyndir og síðast en ekki síst hætt að snobba svona mikið fyrir bóknámi og háskólanámi. Við höfum efni á að gera betur og meiri menntun skilar aukinni hagsæld fyrir allt samfélagið!Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun