Dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að bíða í allt að fimm sólarhringa á bráðamóttöku eftir viðeigandi legurými á almennri deild.
Vegna skorts á hjúkrunarfræðingum voru 35 rými lokuð á spítalanum og nýlega þurfti að loka tveimur gjörgæslurýmum af sömu ástæðum.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti grafalvarlega stöðu gjörgæsludeildarinnar á fundi ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Auk erfiðleika vegna skorts á hjúkrunarfræðingum hefur Landspítalinn bent á aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna en á síðasta ári voru 17 prósent legudaga á gjörgæslu vegna ferðamanna
Fimm dagar á bráðamóttöku

Tengdar fréttir

Löng bið á yfirfullri bráðamóttöku
Þegar mest lét í febrúar var bið eftir læknisskoðun allt að sex klukkustundir og móttakan var yfirfull.