Innlent

Mikil hætta á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svæðið sem um ræðir. Rauðu línurnar tákna snjóflóð sem fallið hafa að undanförnu
Svæðið sem um ræðir. Rauðu línurnar tákna snjóflóð sem fallið hafa að undanförnu Mynd/Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands hefur varað við mikilli hættu á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga. Mörg snjófljóð hafa fallið í liðinni viku.

Á vef Veðurstofunnar segir að talsvert hafi fallið af nýjum snjó síðustu vikua og að stöðugleikaprófanir í gryfjum hafi gefið til kynna veikleika, einkum á mótum hjarns og nýsnævis.

Hlíðar sem vísa í suðvestur og suðsuðaustur virðast vera varasamastar auk þess sem að óstöðugleiki gæti verið meir nær sjó en inn til landsins.

Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverði snjókomu, sérstaklega nyrst á svæðinu og er viðbúið að snjóflóðahætta til fjalla muni aukast við þetta.

Í samtali við Vísi segir Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar að mest sé hættan til fjalla og því mikilvægt fyrir þá sem hugi að útivist upp til fjalla að hafa í huga að mikil hætta sé á snjóflóðum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×