Bleiki goshverinn slær í gegn á samfélagsmiðli Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 17:45 Evaristti var harkalega gagnrýndur í kjölfar verknaðarins en ljósmynd hans hefur nú flogið hátt á samfélagsmiðlinum Pinterest. mynd/marco evaristti Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna. Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Ljósmynd af goshvernum Strokki í bleikum skrúða hefur náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlinum Pinterest. Ef slegið er inn orðið „Iceland“ í leitarglugga miðilsins birtist ljósmyndin meðal tólf efstu leitarniðurstaðnanna. Yfirskrift ljósmyndarinnar er „Bleikur goshver á Íslandi. Ótrúlegir hlutir til sjá á lífsleiðinni. Innblástur fyrir ferðalög“ (e. Pink Geyser, Iceland. Amazing things to see in your lifetime. Travel inspiration). Ljósmyndin var tekin af síleska listamanninum Marco Evaristti en vorið 2015 hellti hann rauðu litarefni í Strokk með þeim afleiðingum að goshverinn frægi varð bleikur ásýndum er hann gaus. Uppátæki Evaristti féll ekki beinlínis í frjóan jarðveg á sínum tíma en landsmenn voru margir hverjir bálreiðir vegna gjörningsins. Ýmsir notuðu samfélagsmiðilinn Facebook til þess að ausa fúkyrðum yfir Evaristti og var hann til að mynda kallaður „náttúruhryðjuverkamaður“. Evaristti varði sig með þeim rökum að litarefnið sem hann notaði væri fullkomlega skaðlaust og hefði ekki í för með sér varanleg umhverfisspjöll. Sjá einnig: Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“Evaristti var samt sem áður ákærður fyrir að hafa brotið gegn náttúruverndarlögum í kjölfar verknaðarins. Hann var sýknaður í héraðsdómi Suðurlands í júlí 2016 en ákvæði náttúruverndarlaga þóttu ekki uppfylla kröfur um skýrleika refsiheimilda. Leitarniðurstöður fyrir "Iceland" á samfélagsmiðlinum Pinterest.Visir/skjáskotStöðuvatn í Færeyjum sagt ein af náttúruperlum Íslands Pinterest er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum heims en áætlað er að um 60 milljónir Bandaríkjamanna noti miðilinn reglulega. Vinsælt er að nota Pinterest til þess að skipuleggja ferðalög en að meðaltali tvær milljónir „pinna“ sem tengjast ferðalögum eru vistaðir á hverjum degi á miðlinum. Pinterest raðar leitarniðurstöðum sínum að miklu leyti eftir vinsældum, þannig að „pinnarnir“ sem eru mest vistaðir birtast ofarlega í niðurstöðunum. Ef leitað er að Íslandi sérstaklega má finna ýmislegt sem tengist Íslandi, til að mynda ótal ljósmyndir af helstu náttúruundrum landsins. Efstu leitarniðurstöður um Ísland á samfélagsmiðlinum Pinterest virðast þó margar hverjar á misskilningi byggðar. Til að mynda hefur ljósmynd af Sørvágsvatni, sem er stöðuvatn á eynni Vágum í Færeyjum, náð mikilli útbreiðslu en myndatextinn gefur í skyn að vatnið sé á Íslandi. Þá má einnig sjá myndir frá Grænlandi á meðal hundrað efstu leitarniðurstaðnanna.
Ferðalög Tengdar fréttir Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. 6. júlí 2016 11:22
Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34
Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58
Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46