Huliðshjúpi slegið yfir sýndarveruleikasafn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Sýndarveruleikasýning verður í gamla bænum á Sauðárkróki. Vísir/Pjetur „Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira