Ekki hrifin af gulu og notar frekar pastelliti, greinar, egg og blóm Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2018 13:00 Soffía Dögg Garðarsdóttir. „Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan. Föndur Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira
„Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan.
Föndur Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira