Sjáðu myndina sem kostaði klappstýru starfið í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 23:30 Það er mikið regluverk í kringum klappstýrur NFL-deildarinnar en öll ábyrgðin er sett á þær. Vísir/Getty Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær. NFL Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti Sjá meira
Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær.
NFL Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti Sjá meira