Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 17:45 Anton Vasiliev er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vísir/Egill. Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. Ólíkt hinum Norðurlöndunum hyggjast íslensk stjórnvöld ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru hluti af samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar á Sergei Skripal í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins.Ari Trausti og Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi utanríkismálanefndar í dag.Vísir/Egill„Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar,“ segir í tilkynningunni.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.„Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri,“ segir í tilkynningunni.Sendiherra Rússlands var kallaður á fund Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem honum var greint frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.Aðgerðir í hlutfalli við stærð íslenska sendiráðsins í Rússlandi Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi vinstri grænna í utanríkismálanefnd, segir ástæðu þess að engum sé vísað úr landi þá að í sendiráði Íslands í Moskvu séu þrír fulltrúar. Aðgerðir Íslands séu í hlutfalli við stærð sendiráðsins. „Ef við vísum rússneskum diplómata úr landi þá eru Rússar líklegir til að gjalda líku líkt. Þá mætti segja sem svo að sendiráðið væri óstarfhæft,“ segir Ari Trausti en vísaði annars á utanríkisráðherra fyrir frekari svör. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Hann verður gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. Ólíkt hinum Norðurlöndunum hyggjast íslensk stjórnvöld ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru hluti af samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar á Sergei Skripal í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins.Ari Trausti og Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi utanríkismálanefndar í dag.Vísir/Egill„Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar,“ segir í tilkynningunni.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.„Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri,“ segir í tilkynningunni.Sendiherra Rússlands var kallaður á fund Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem honum var greint frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.Aðgerðir í hlutfalli við stærð íslenska sendiráðsins í Rússlandi Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi vinstri grænna í utanríkismálanefnd, segir ástæðu þess að engum sé vísað úr landi þá að í sendiráði Íslands í Moskvu séu þrír fulltrúar. Aðgerðir Íslands séu í hlutfalli við stærð sendiráðsins. „Ef við vísum rússneskum diplómata úr landi þá eru Rússar líklegir til að gjalda líku líkt. Þá mætti segja sem svo að sendiráðið væri óstarfhæft,“ segir Ari Trausti en vísaði annars á utanríkisráðherra fyrir frekari svör. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Hann verður gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18
Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03