Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Séra Ólafur er sóknarprestur í Grensáskirkju. Ólíklegt er að hann snúi aftur til starfa í bráð. Vísir/EYÞór Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur áfrýjað málunum tveimur þar sem hann var fundinn sekur um að hafa framið siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Að mati lögmanns Ólafs vaknar sú spurning hvort ein kæran sé runnin undan rifjum biskups, prófasts eða öðrum vinkonum í kirkjunni sem vilji fella séra Ólaf.Fimm konur kærðu Ólaf á haustmánuðum fyrir kynferðislega áreitni á kirkjulegum vettvangi. Biskup tók hart á málinu og sendi Ólaf í launað leyfi sem enn er í gildi og var framlengt í síðustu viku. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, er afar vonsvikinn yfir vinnubrögðum biskups. „Biskup sendir séra Ólaf í leyfi vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Því eru ekki rök fyrir því að framlengja það leyfi á þeim forsendum,“ segir Einar Gautur. Í bréfi Einars Gauts til áfrýjunarnefndarinnar í einu málinu vitnar hann til samskipta konunnar við Ólaf. Meðal gagna eru þrjú jólakort, árin 2012, 2015 og 2016, þar sem konan talar vel til Ólafs og sendir honum „þúsund kossa“ eins og stendur í jólakortunum. Á það að vera til vitnis um góðan anda milli þeirra og geta bent til þess að ákæran sé ekki af heilum hug komin.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti „Að mati áfrýjanda eru allar þessar kveðjur í stíl við áralöng samskipti gagnaðila við hann en kæra gagnaðila er algjörlega á skjön við þau samskipti sem hafa aldrei falið í sér einhliða markaleysi, valdbeitingu eða ógnun,“ skrifar Einar Gautur. Einnig telur Einar Gautur að konurnar hafi samhæft atvikalýsingu að einhverju leyti. Ásakanir kvennanna eru allar keimlíkar, um að sóknarpresturinn hafi sleikt og nartað í eyrnasnepla þeirra. Séra Ólafur þvertekur fyrir að hafa viðhaft það hátterni. „Áfrýjandi kannast ekki við þær sjálfur og hefur hann engar aðrar skýringar en að þær hafi smitast úr öðrum málum á hendur sér. Fyrir liggur og er óumdeilt að konurnar í þeim málum stóðu saman sem ein heild,“ segir í áfrýjun séra Ólafs. Ólíklegt þykir að Ólafur komi til starfa á þessu ári á meðan málið er til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur áfrýjað málunum tveimur þar sem hann var fundinn sekur um að hafa framið siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Að mati lögmanns Ólafs vaknar sú spurning hvort ein kæran sé runnin undan rifjum biskups, prófasts eða öðrum vinkonum í kirkjunni sem vilji fella séra Ólaf.Fimm konur kærðu Ólaf á haustmánuðum fyrir kynferðislega áreitni á kirkjulegum vettvangi. Biskup tók hart á málinu og sendi Ólaf í launað leyfi sem enn er í gildi og var framlengt í síðustu viku. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, er afar vonsvikinn yfir vinnubrögðum biskups. „Biskup sendir séra Ólaf í leyfi vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Því eru ekki rök fyrir því að framlengja það leyfi á þeim forsendum,“ segir Einar Gautur. Í bréfi Einars Gauts til áfrýjunarnefndarinnar í einu málinu vitnar hann til samskipta konunnar við Ólaf. Meðal gagna eru þrjú jólakort, árin 2012, 2015 og 2016, þar sem konan talar vel til Ólafs og sendir honum „þúsund kossa“ eins og stendur í jólakortunum. Á það að vera til vitnis um góðan anda milli þeirra og geta bent til þess að ákæran sé ekki af heilum hug komin.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti „Að mati áfrýjanda eru allar þessar kveðjur í stíl við áralöng samskipti gagnaðila við hann en kæra gagnaðila er algjörlega á skjön við þau samskipti sem hafa aldrei falið í sér einhliða markaleysi, valdbeitingu eða ógnun,“ skrifar Einar Gautur. Einnig telur Einar Gautur að konurnar hafi samhæft atvikalýsingu að einhverju leyti. Ásakanir kvennanna eru allar keimlíkar, um að sóknarpresturinn hafi sleikt og nartað í eyrnasnepla þeirra. Séra Ólafur þvertekur fyrir að hafa viðhaft það hátterni. „Áfrýjandi kannast ekki við þær sjálfur og hefur hann engar aðrar skýringar en að þær hafi smitast úr öðrum málum á hendur sér. Fyrir liggur og er óumdeilt að konurnar í þeim málum stóðu saman sem ein heild,“ segir í áfrýjun séra Ólafs. Ólíklegt þykir að Ólafur komi til starfa á þessu ári á meðan málið er til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00