Þriðji þátturinn af Allir geta dansað verður í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöldið og hefst þátturinn klukkan 19:10.
Í síðasta þætti komu fram tíu danspör og voru þau Óskar og Telma send heim eftir atkvæðagreiðslu og mat dómnefndar.
Í næsta þætti fer eitt par heim og fer parið heim sem endar með fæst stig þegar einkunnir dómnefndar og símaatkvæði eru talin saman. Ágóði símakosningar að þessu sinni rennur til Einstakra Barna.
Hér að neðan má sjá hvaða dansstíla pörin reyna við og við hvaða lög þau dansa. Ekki verður hægt að kjósa fyrr en á sunnudagskvöldið.
9009001 Ebba og Javi
Jailhouse Rock - Elvis Presley - Jive
9009002 Sölvi og Ástrós
Ég fer ekki neitt - Sverrir Bergmann - Rhumba
9009003 Hugrún og Daði
Time of my Life - Bill Medley, Jennifer Warnes - Samba
9009004 Arnar og Lilja
The Plaza of Execution - Zorro theme - Paso Doble
9009005 Lóa og Siggi
Mi Confesion - Gotan Project - Tango
9009006 Jóhanna og Max
At This Moment - Michael Buble - Vals
9009007 Jón Arnar og Hrefna
Dancing Fool - Copacabana theme - Quickstep
9009008 Hrafnhildur og Jón Eyþór
Once Upon a December - Anastasia - Vínarvals
9009009 Bergþór og Hanna Rún
Love - Nat King Cole - Foxtrott
Dansstílarnir sem pörin reyna við á sunnudagskvöldið
Stefán Árni Pálsson skrifar
