Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 11:34 Illugi Gunnarsson var menntamálaráðherra þegar málið kom upp árið 2015. Vísir/Anton Brink Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér. Skóla - og menntamál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér.
Skóla - og menntamál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira