Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Dómsmálaráðuneytið telur illgerlegt að standa í svo miklum breytingum fyrir kosningar 26. maí. Vísir/Valli Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09