Skylt verði að dagforeldrar starfi að lágmarki tveir saman Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Tuttugu mánaða gömlu stúlka var flutt með sjúkrabíl eftir að hafa hlotið áverka á meðan hún var í umsjá dagmóður í októbermánuði 2016. Dagmóðirin hefur verið fundin sek um að hafa veitt barninu áverkana. Vísir/Heiða Reykjavíkurborg hefur eindregið hvatt til þess að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Samkvæmt núverandi reglugerð, sem er gefin út af félagsmálaráðherra, geta dagforeldrar starfað einstæðir. „Þetta er byggt á reglugerð og við höfum eindregið hvatt til þess að þeirri reglugerð verði breytt, þannig að það séu að lágmarki tveir sem starfi saman. Sú reglugerð er í endurskoðun og við tökum þátt í þeirri vinnu. Það hafa verið okkar skilaboð í mörg ár að við teljum mjög mikilvægt að þessu sé breytt,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn dagmóður í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður. Umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut.Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikilvægt að núverandi kerfi sé breytt.vísir/vilhelmKvaðst dagmóðirin ekki hafa séð þegar barnið datt. Réttarmeinafræðingur, sem lögreglan leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hefði fallið. Undir þá skoðun tók dómkvaddur réttarmeinafræðingur og læknirinn sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómsniðurstöðu að þeir sérfræðingar sem hafi komið fyrir dóminn telji allir að áverkar á barninu samræmist því að hún hafi verið beitt einhvers konar ofbeldi, en áverkar á andliti gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá séu áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Dómurinn telur að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákærunni. Fréttablaðið spurði Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslu og frístundasviðs Mosfellsbæjar, hvort til greina kæmi af hálfu bæjarins að skylda dagforeldra til þess að vera að minnsta kosti tveir saman. Í svari frá Mosfellsbæ segir að bærinn fylgi gildandi reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Á vegum velferðarráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða reglugerðina. Fréttablaðið óskaði svara frá félagsmálaráðherra um vinnu við reglugerðarbreytinguna. Þau svör hafa ekki borist. Í svörum frá Mosfellsbæ segir að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessari nefnd sé starfsmaður Mosfellsbæjar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04 Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur eindregið hvatt til þess að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Samkvæmt núverandi reglugerð, sem er gefin út af félagsmálaráðherra, geta dagforeldrar starfað einstæðir. „Þetta er byggt á reglugerð og við höfum eindregið hvatt til þess að þeirri reglugerð verði breytt, þannig að það séu að lágmarki tveir sem starfi saman. Sú reglugerð er í endurskoðun og við tökum þátt í þeirri vinnu. Það hafa verið okkar skilaboð í mörg ár að við teljum mjög mikilvægt að þessu sé breytt,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn dagmóður í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður. Umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut.Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikilvægt að núverandi kerfi sé breytt.vísir/vilhelmKvaðst dagmóðirin ekki hafa séð þegar barnið datt. Réttarmeinafræðingur, sem lögreglan leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hefði fallið. Undir þá skoðun tók dómkvaddur réttarmeinafræðingur og læknirinn sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómsniðurstöðu að þeir sérfræðingar sem hafi komið fyrir dóminn telji allir að áverkar á barninu samræmist því að hún hafi verið beitt einhvers konar ofbeldi, en áverkar á andliti gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá séu áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Dómurinn telur að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákærunni. Fréttablaðið spurði Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslu og frístundasviðs Mosfellsbæjar, hvort til greina kæmi af hálfu bæjarins að skylda dagforeldra til þess að vera að minnsta kosti tveir saman. Í svari frá Mosfellsbæ segir að bærinn fylgi gildandi reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Á vegum velferðarráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða reglugerðina. Fréttablaðið óskaði svara frá félagsmálaráðherra um vinnu við reglugerðarbreytinguna. Þau svör hafa ekki borist. Í svörum frá Mosfellsbæ segir að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessari nefnd sé starfsmaður Mosfellsbæjar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04 Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04
Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent