Húsnæðisskortur stendur fólki í Húnaþingi vestra fyrir þrifum Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Skagafjörður er langstærsta sveitarfélag landshlutans með ríflega helming íbúa. Akrahreppur og Skagahreppur eru afar fámennir Vísir/PJETUR Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“ Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00