ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:00 Jonathan A. Greenblatt, forstjóri ADL, var eitt sinn sem aðstoðarmaður Baracks Obama í Hvíta húsinu Vísir/EPA Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Samtökin hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. „Fari svo að Ísland banni umskurð drengja og þar með gera það ómögulegt fyrir gyðinga og múslima að ala upp fjölskyldur í landinu, lofum við því að Íslandi verður hampað af nýnasistum, rasistum og öðrum öfgahópum,“ segir í umsögn Jonathans A. Greenblatt, forstjóra ADL, um frumvarp um bann við umskurði drengja. Þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, segir fátt nýtt í umsögn ADL. Hún segir alþjóðlega athygli á frumvarpinu hafa komið sér á óvart. Greenblatt leggur fram þrenn rök gegn því að frumvarpið verði að lögum. Trúfrelsi, umdeild læknisfræðileg rök um ágæti umskurðar og loks meint áhrif á orðspor og efnahag Íslands. „Jafnvel þótt gyðingahatur hafi örugglega ekki búið að baki þessu frumvarpi munu áhrif innleiðingar þess verða vegsömun Íslands meðal viðurstyggilegustu fordómhópa. Þeir munu fagna slíku banni sem fyrstu lögunum í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld til að gera ríki „Judenrein“, eða gyðingalaust.“ Greenblatt hótar svo að samtökin muni neyðist til að magna upp jákvæða umfjöllun öfgahópa um bannið. Samtökin hafi rannsakað vel útbreiðslu gyðingahaturs á samfélagsmiðlum og viti að tiltölulega lítill hópur öfgamanna getur dreift skilaboðum sínum fljótt og örugglega á þeim vettvangi. „ADL greinir reglulega frá slíkum tilfellum og mun fjalla um hrós öfgamanna í garð Íslands. Við hvetjum ykkur til að íhuga fjölmiðlaathyglina sem umfjallanir ADL fá í Bandaríkjunum og alþjóðlega. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræðinga birst á CNN og NBC, í 60 Minutes og dagblöðum á borð við New York Times og The Washington Post.“Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Og í ljósi þess að 28 prósent ferðamanna á Íslandi árið 2016 hafi verið frá Norður-Ameríku ættu Íslendingar að hafa miklar áhyggjur, í efnahagslegu tilliti. Mikill meirihluti bandarískra ferðamanna muni sniðganga Ísland, verði það tengt nasisma. Silja Dögg segir fátt nýtt í umsögn ADL. Aðrir hafi tjáð sig með þessum hætti og margar ólíkar skoðanir komið fram í umsögnum. „Þetta er ekki merkilegri eða ómerkilegri umsögn en hver önnur. En að reyna að tengja þetta frumvarp við meint gyðingahatur er firra. Frumvarpið grundvallast á að verja réttindi barnsins til að ráða yfir eigin líkama og að ekki séu gerðar ónauðsynlegar og hugsanlega skaðlegar aðgerðir á börnum.“ Hún hafi ekki búist við að frumvarpið vekti heimsathygli. „Ég bjóst við að umræðan yrði mikil á Íslandi. En ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur.“ Hjúkrunarfræðingurinn Íris Björg Þorvaldsdóttir, stofnandi Intact Iceland, sem berst gegn umskurði drengja án læknisfræðilegrar ástæðu, segir sorglegt að sjá ADL afvegaleiða umræðuna. Hún bendir á umsagnir annarra bandarískra samtaka, Doctors Opposing Circumcision, sem styðji frumvarpið líkt og danskir og íslenskir læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Spurningin er hvort við Íslendingar ætlum að láta undan svona hótunum. Eru réttindi barna umsemjanleg eins og um viðskiptasamning sé að ræða, eða eru þau einstaklingar með mannréttindi samkvæmt Barnasáttmálanum?“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Samtökin hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. „Fari svo að Ísland banni umskurð drengja og þar með gera það ómögulegt fyrir gyðinga og múslima að ala upp fjölskyldur í landinu, lofum við því að Íslandi verður hampað af nýnasistum, rasistum og öðrum öfgahópum,“ segir í umsögn Jonathans A. Greenblatt, forstjóra ADL, um frumvarp um bann við umskurði drengja. Þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, segir fátt nýtt í umsögn ADL. Hún segir alþjóðlega athygli á frumvarpinu hafa komið sér á óvart. Greenblatt leggur fram þrenn rök gegn því að frumvarpið verði að lögum. Trúfrelsi, umdeild læknisfræðileg rök um ágæti umskurðar og loks meint áhrif á orðspor og efnahag Íslands. „Jafnvel þótt gyðingahatur hafi örugglega ekki búið að baki þessu frumvarpi munu áhrif innleiðingar þess verða vegsömun Íslands meðal viðurstyggilegustu fordómhópa. Þeir munu fagna slíku banni sem fyrstu lögunum í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld til að gera ríki „Judenrein“, eða gyðingalaust.“ Greenblatt hótar svo að samtökin muni neyðist til að magna upp jákvæða umfjöllun öfgahópa um bannið. Samtökin hafi rannsakað vel útbreiðslu gyðingahaturs á samfélagsmiðlum og viti að tiltölulega lítill hópur öfgamanna getur dreift skilaboðum sínum fljótt og örugglega á þeim vettvangi. „ADL greinir reglulega frá slíkum tilfellum og mun fjalla um hrós öfgamanna í garð Íslands. Við hvetjum ykkur til að íhuga fjölmiðlaathyglina sem umfjallanir ADL fá í Bandaríkjunum og alþjóðlega. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræðinga birst á CNN og NBC, í 60 Minutes og dagblöðum á borð við New York Times og The Washington Post.“Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Og í ljósi þess að 28 prósent ferðamanna á Íslandi árið 2016 hafi verið frá Norður-Ameríku ættu Íslendingar að hafa miklar áhyggjur, í efnahagslegu tilliti. Mikill meirihluti bandarískra ferðamanna muni sniðganga Ísland, verði það tengt nasisma. Silja Dögg segir fátt nýtt í umsögn ADL. Aðrir hafi tjáð sig með þessum hætti og margar ólíkar skoðanir komið fram í umsögnum. „Þetta er ekki merkilegri eða ómerkilegri umsögn en hver önnur. En að reyna að tengja þetta frumvarp við meint gyðingahatur er firra. Frumvarpið grundvallast á að verja réttindi barnsins til að ráða yfir eigin líkama og að ekki séu gerðar ónauðsynlegar og hugsanlega skaðlegar aðgerðir á börnum.“ Hún hafi ekki búist við að frumvarpið vekti heimsathygli. „Ég bjóst við að umræðan yrði mikil á Íslandi. En ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur.“ Hjúkrunarfræðingurinn Íris Björg Þorvaldsdóttir, stofnandi Intact Iceland, sem berst gegn umskurði drengja án læknisfræðilegrar ástæðu, segir sorglegt að sjá ADL afvegaleiða umræðuna. Hún bendir á umsagnir annarra bandarískra samtaka, Doctors Opposing Circumcision, sem styðji frumvarpið líkt og danskir og íslenskir læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Spurningin er hvort við Íslendingar ætlum að láta undan svona hótunum. Eru réttindi barna umsemjanleg eins og um viðskiptasamning sé að ræða, eða eru þau einstaklingar með mannréttindi samkvæmt Barnasáttmálanum?“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30
Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?