Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 15:34 Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun. Vísir/Rakel Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spilaði upptöku úr símtali sem meðleigjandi Sanitu Brauna átti við lögregluna kvöldið sem hún dó. Þar mátti heyra Sanitu hrópa angistaróp eftir hjálp á meðan gengið var í skrokk á henni. Meðleigjandinn hringdi í Neyðarlínuna og fékk í framhaldinu samband við lögreglumann. „Það er heimilisofbeldi í gangi. Það er verið að lemja konu. Ég er inni, ég þori ekki fram. Það er brjálaður maður hérna inni,” heyrist meðleigjandi Sanitu segja og má heyra hana öskra hástöfum á bak við: „Please help!” „Það er brjálaður maður hérna inni,” segir meðleigjandinn. „Bara aðstoð sem fyrst,” bætir hann við.Hvatti meðleigjandann til dáða Lögreglumaðurinn spyr meðleigjandann hvernig lögreglan eigi að komast inn. Hann svarar að ef lögreglumaðurinn hringi öllum dyrabjöllum þá muni einhver hleypa þeim inn. Lögreglumaðurinn heyrist segja við meðleigjandann að hann sé ekki að fara að biðja hann um að gera eitthvað sem hann þori ekki að gera. „Ég held að hann sé að reyna að drepa hana,” heyrist meðleigjandinn segja. Lögreglumaðurinn spyr hann frekar út í það og þá svarar meðleigjandinn: „Hann er að segja þú verður að deyja. Hann er að reyna að kæfa hana.” Lögreglumaðurinn hvetur þá meðleigjandann til dáða en inn á milli mátti heyra í Sanitu hrópa á hjálp.Blóð úti um allt „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði. Ef hann er að kæfa hana, þá verður þú að vaða í þetta,” segir lögreglumaðurinn. Lögreglumaðurinn bað því næst meðleigjandann að hafa símann á sér þegar hann færi fram. Þegar þangað var komið mátti heyra meðleigjandann spyrja hvað sé í gangi. Önnur mannrödd heyrist segja „Fuck You” og „Call Police” og meðleigjandinn segir við lögreglumanninn: „Hann er að lemja hana með slökkvitæki. Það er blóð úti um allt.” Lögreglumaðurinn kallar þá út sjúkrabíl í forgangi en þar með endaði upptakan sem var spiluð í réttarsal. Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spilaði upptöku úr símtali sem meðleigjandi Sanitu Brauna átti við lögregluna kvöldið sem hún dó. Þar mátti heyra Sanitu hrópa angistaróp eftir hjálp á meðan gengið var í skrokk á henni. Meðleigjandinn hringdi í Neyðarlínuna og fékk í framhaldinu samband við lögreglumann. „Það er heimilisofbeldi í gangi. Það er verið að lemja konu. Ég er inni, ég þori ekki fram. Það er brjálaður maður hérna inni,” heyrist meðleigjandi Sanitu segja og má heyra hana öskra hástöfum á bak við: „Please help!” „Það er brjálaður maður hérna inni,” segir meðleigjandinn. „Bara aðstoð sem fyrst,” bætir hann við.Hvatti meðleigjandann til dáða Lögreglumaðurinn spyr meðleigjandann hvernig lögreglan eigi að komast inn. Hann svarar að ef lögreglumaðurinn hringi öllum dyrabjöllum þá muni einhver hleypa þeim inn. Lögreglumaðurinn heyrist segja við meðleigjandann að hann sé ekki að fara að biðja hann um að gera eitthvað sem hann þori ekki að gera. „Ég held að hann sé að reyna að drepa hana,” heyrist meðleigjandinn segja. Lögreglumaðurinn spyr hann frekar út í það og þá svarar meðleigjandinn: „Hann er að segja þú verður að deyja. Hann er að reyna að kæfa hana.” Lögreglumaðurinn hvetur þá meðleigjandann til dáða en inn á milli mátti heyra í Sanitu hrópa á hjálp.Blóð úti um allt „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði. Ef hann er að kæfa hana, þá verður þú að vaða í þetta,” segir lögreglumaðurinn. Lögreglumaðurinn bað því næst meðleigjandann að hafa símann á sér þegar hann færi fram. Þegar þangað var komið mátti heyra meðleigjandann spyrja hvað sé í gangi. Önnur mannrödd heyrist segja „Fuck You” og „Call Police” og meðleigjandinn segir við lögreglumanninn: „Hann er að lemja hana með slökkvitæki. Það er blóð úti um allt.” Lögreglumaðurinn kallar þá út sjúkrabíl í forgangi en þar með endaði upptakan sem var spiluð í réttarsal. Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38