Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2018 07:00 Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara í vikunni til að sýna ljósmæðrum samstöðu fyrir samningafund þeirra og ríkisins. Fundurinn var erfiður og lauk honum án niðurstöðu en næsti samningafundur verður ekki fyrr en eftir rúma viku. vísir/eyþór Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekki mega gefa upp hversu mikla launahækkun félagið er að fara fram á í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Það er þó ljóst að félagið er að fara fram á meiri hækkun en önnur félög BHM fengu fyrr á árinu. Félagsmenn fjórtán aðildarfélaga BHM samþykktu í febrúar kjarasamninga við ríkið sem gilda til 31. mars 2019. Í samningunum felst samtals 4,21 prósent launahækkun en ljósmæður segja að sú hækkun mæti ekki kröfum þeirra. Ljósmæður voru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm árið 2015 en sá úrskurður rann út þann 31. ágúst í fyrra. Ljósmæður fóru í verkfall í apríl árið 2015 ásamt öðrum aðildarfélögum BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ríkisstjórnin samþykkti lög á verkfallsaðgerðirnar í júní sama ár og í kjölfarið fylgdi gerðardómur.Segir borðleggjandi að ljósmæður hafi orðið eftir á í launaþróun Spurningin er hvort að kröfur ljósmæðra nú séu ekki einfaldlega það háar að ríkið meti það sem svo að þær ógni stöðugleika á vinnumarkaði. Almennt er það svo að viðsemjendur launafólks vilja síður semja um hærri hækkanir til tiltekins hóps vegna þess að þá fylgi aðrir á eftir með sambærilegar kröfur. Oft er talað um „höfrungahlaup“ í þessu samhengi og að því fylgi til dæmis verðbólga og hærri vextir. Að sögn Katrínar segist ríkið ekki hafa meira svigrúm til að bjóða þeim neitt umfram það sem önnur félög BHM hafa samið um. Það feli sig á bak við það að slíkur samningur gæti ógnað stöðugleika á vinnumarkaði. „En það er enginn fótur fyrir því. Það er alveg borðleggjandi að við höfum orðið á eftir í launaþróun. Við erum ekki búnar með nema 17 prósent af þessum SALEK-ramma sem þeir vilja nú fara eftir sjálfir. SALEK-ramminn á að vera til þess að jafna kjör á milli markaða. Við erum svo sannarlega hvergi nærri öðrum stéttum sem eru með svipaða menntun og ábyrgð og eru á almenna markaðnum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á blaðamannafundi eftir að ljóst var í febrúar síðastliðnum að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp.vísir/eyþórÓlga á vinnumarkaði undanfarin misseri Mikil ólga hefur verið á vinnumarkaði undanfarin misseri. Á meðal þess sem mjög hefur verið gagnrýnt eru ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir til þeirra opinberu starfsmanna og embættismanna sem undir það heyra. Sem dæmi má nefna að í desember síðastliðnum hækkuðu grunnlaun presta um 26 prósent og heildarlaun biskups um 22 prósent. Þá hækkaði þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent í október 2016. Litlu mátti muna að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í febrúar síðastliðnum þar sem margir í forystu verkalýðshreyfingarinnar vildu meina að forsendur kjarasamninga væru brostnar. Eftir að ljóst var að kjarasamningar myndu halda boðaði verkalýðshreyfingin mikla hörku í komandi kjaraviðræðum. Grunnskólakennarar felldu svo nýgerðan kjarasamning á dögunum og þá eiga framhaldsskólakennarar í kjaradeilu við ríkið.Samninganefnd ríkisins fyrir samningafund með ljósmæðrum hjá sáttasemjara í vikunni.vísir/sigurjónMikil reiði í röðum ljósmæðra og erfiður fundur hjá sáttasemjara Katrín segir að ljósmæður vilji hækkun á grunnlaunum og að þær lækki ekki í launum við það að fara úr starfi hjúkrunarfræðinga í ljósmæðrastarfið, en til að fá starfsréttindi sem ljósmóðir þarf viðkomandi að hafa lokið fjögurra ára námi í hjúkrunarfræði og tveimur árum í ljósmóðurfræðum. Að sögn Katrínar var skerpt á kröfum ljósmæðra eftir aðalfund Ljósmæðrafélagsins þann 24. mars en að alltaf hafi kröfur félagsmanna verið þær að fá leiðréttingu á launaröðuninni. Hún vill ekki meina að kröfur séu óraunhæfar eða of háar. Áður en aðalfundurinn var haldinn bárust fréttir af því að lítið bæri á milli í kjaradeilunni og batt ríkið vonir við að hún væri að leysast, samkvæmt heimildum Vísis. Mikil reiði er hins vegar í röðum ljósmæðra með launakjör, vinnuumhverfi sem og framkomu ríkisins í þeirra garð. Mun sú reiði hafa komið vel fram á aðalfundinum. Það voru því aðrar kröfur sem settar voru fram á samningafundi hjá ríkissáttasemjara á þriðjudag. Sá fundur var erfiður og lauk honum án niðurstöðu. Mat ríkissáttasemjari það sem svo að ekki væri tilefni til að funda aftur fyrr en eftir tvær vikur, eða þann 16. apríl næstkomandi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.vísir/eyþórHækkun grunnlauna númer eitt, tvö og þrjú Samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra árið 2017 848.224 krónur. Með meðallaunum er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku en þegar horft er til meðaldagvinnulauna ljósmæðra voru þau 573.019 krónur samkvæmt tölum ráðuneytisins. Katrín segir að barátta félagsins nú snúist um að hækka þessi laun, það er grunnlaunin, sem eru á bilinu 430 til 460 þúsund krónur fyrir nýútskrifaða ljósmóður. Að meðaltali lækka ljósmæður um 30 þúsund krónur í launum þegar þær fara úr starfi hjúkrunarfræðings og taka við starfi ljósmóður. „Einn nemi sem er að útskrifast núna í vor held ég hefur talað um það að hún muni lækka um 100 þúsund krónur í launum. En meðaltalið er 30 þúsund krónur. Flestar eru búnar að vinna í eitt og hálft til tvö ár þegar þær fara í ljósmóðurfræðina og eru þá komnar með 490 til 510 þúsund í laun sem hjúkrunarfræðingar, en ráða sig svo á Landspítalann fyrir 460 þúsund eftir tveggja ára nám. Þetta er eins og lygasaga,“ segir Katrín.Hæstu menntunarkröfur til starfsréttinda innan BHM fyrir utan prófessora Aðspurð hvað ljósmæður séu að fara fram á mikla hækkun á grunnlaunum kveðst Katrín ekki mega fara út í það á meðan samningaviðræður eru í gangi. „En við erum að fara fram á að okkur verði greitt eins og aðrar stéttir sem eru með sambærilega menntun og ábyrgð á bak við sig,“ segir Katrín en ljósmæður eru með mestu kröfur til starfsréttinda innan BHM, fyrir utan prófessora. Til samanburðar má nefna að meðaldagvinnulaun í BHM voru 607.393 krónur árið 2017. Sé litið til einstakra félaga innan BHM voru meðaldagvinnulaun félagsmanna í Stéttarfélagi lögfræðinga 649.856 krónur, meðaldagvinnulaun hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla voru 845.350 krónur og meðaldagvinnulaun félagsmanna í Dýralæknafélagi Íslands voru 643.944.Frá mótmælum BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir utan Stjórnarráðið í apríl 2015. Fremst á myndinni sjást þau Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, fyrrverandi formaður BHM.vísir/stefánHeildarlaun ljósmæðra þau næsthæstu innan BHM Um 280 til 300 ljósmæður eru við störf á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum um land allt. Flestar ljósmæður sem starfa á Landspítalanum, og öðrum heilbrigðisstofnunum, eru í vaktavinnu en á fósturgreiningadeild og í mæðravernd sem sinnir áhættumeðgöngum eru ljósmæður á dagvöktum. Þá eru ljósmæður sem starfa á heilsugæslustöðvum eingöngu í dagvinnu. Eins og áður segir eru heildarlaun ljósmæðra umtalsvert hærri en meðaldagvinnulaun þeirra. Þá eru heildarlaun ljósmæðra einnig þau næsthæstu innan BHM samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins; aðeins prófessorar eru með hærri heildarlaun. Inn í þessa jöfnu verður auðvitað að taka þá staðreynd að vinnufyrirkomulag ljósmæðra er annað en hjá mörgum öðrum félögum innan BHM vegna vaktavinnu. Sé tímakaup ljósmæðra hins vegar reiknað út frá heildarlaunum þeirra í fyrra, miðað við vinnutíma á viku samkvæmt kjarakönnun sem Maskína vann fyrir BHM fyrir árið 2015, eins og gert var í umræðum á Twitter í vikunni, kemur í ljós að það var 6.445 krónur eða það hæsta innan BHM.Áhugavert. Miðað við þessi gögn eru laun fyrir hverja vinnustund ljósmæðra að meðaltali kr. 6.445,-, sem er það langhæsta innan BHM, borið saman við tímakaup prófessora sem er 4.423, lögfræðinga með 4.559, sálfræðinga með 4.162 og dýralækna með 4.452. — Jóhannes Stefánsson (@joistef) April 5, 2018Segir ekki hægt að tala um heildarlaun ljósmæðra og bera þær svo saman við dagvinnustéttir Spurð út í hvað henni finnist um umræðu um laun ljósmæðra á þessum forsendum segir Katrín að þetta sé afbökun. „Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur. Þú getur boðið hverjum sem er að vinna allan sólarhringinn og alltaf við gríðarlega erfiðar og krefjandi aðstæður, og ætla síðan að bera það saman við manneskju sem fer og vinnur frá átta til fjögur og getur skroppið frá hvenær sem hún vill, það er ekki hægt að bera þetta saman. Þegar verið er að tala um heildarlaun og bera okkur saman við dagvinnustéttir þá færðu aldrei rétta útkomu.“ Þá bendir Katrín einnig á að ekki sé hægt að vinna 100 prósent vinnu á þrískiptum vöktum (8-16, 16-00 og 00-08) án þess að brjóta ákvæði kjarasamninga um hvíldartíma tvisvar í viku. Þar af leiðandi séu fæstar ljósmæður í vaktavinnu í 100 prósent starfshlutfalli; þær sem hafi reynt það hafi brunnið út í starfi á skömmum tíma. Það sé því eitt af baráttumálum ljósmæðra að 32 stunda vinnuvika, það er 80 prósent vinna, verði metin sem 100 prósent vinna.Samninganefnd ljósmæðra fyrir fund með samninganefnd ríkisins hjá sáttasemjara í vikunni.vísir/sigurjónLjósmæður búnar að fá nóg Greint hefur verið frá því að á þriðja tug ljósmæðra hafi sagt upp á Landspítalann og þá ætla ljósmæðranemar sem útskrifast í vor ekki að sækja um störf á spítalanum vegna lélegra kjara. Svo virðist því sem ljósmæður séu búnar að fá nóg og það er ekki annað að heyra á Katrínu en að staðan sé einmitt þannig. Hún segir að ljósmæður séu orðnar bitrar og langþreyttar og staðan sé einfaldlega hættuleg. „Þetta eru konur sem eru búnar að segja upp því þær ætla eitthvað annað. Þær eru búnar að fá nóg. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er álagið, það eru launin og það er framkoman og þetta vanmat á þessum störfum sem við erum að vinna,“ segir Katrín og bendir á það að staðan sé einnig þannig í þjóðfélaginu að atvinnuleysi sé lítið sem ekkert. Það sé verið að bjóða ljósmæðrum vinnu víða þar sem það vanti hjúkrunarfræðinga og atvinnutilboðin feli gjarnan í sér hærri laun og minna álag. „Það er undiralda núna og það er eitthvað sem maður hræðist því við erum svo fáar að við getum ekki misst eina einustu.“ Rétt er að taka fram að við vinnslu fréttarinnar var leitað eftir viðbrögðum frá mótaðila ljósmæðra, ríkinu, en hvorki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, né Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, vildu tjá sig um deiluna þegar eftir því var leitað. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gaf heldur ekki kost á viðtali og þá náðist ekki í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, þar sem hann var upptekinn á fundi. Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. 3. apríl 2018 15:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekki mega gefa upp hversu mikla launahækkun félagið er að fara fram á í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Það er þó ljóst að félagið er að fara fram á meiri hækkun en önnur félög BHM fengu fyrr á árinu. Félagsmenn fjórtán aðildarfélaga BHM samþykktu í febrúar kjarasamninga við ríkið sem gilda til 31. mars 2019. Í samningunum felst samtals 4,21 prósent launahækkun en ljósmæður segja að sú hækkun mæti ekki kröfum þeirra. Ljósmæður voru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm árið 2015 en sá úrskurður rann út þann 31. ágúst í fyrra. Ljósmæður fóru í verkfall í apríl árið 2015 ásamt öðrum aðildarfélögum BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ríkisstjórnin samþykkti lög á verkfallsaðgerðirnar í júní sama ár og í kjölfarið fylgdi gerðardómur.Segir borðleggjandi að ljósmæður hafi orðið eftir á í launaþróun Spurningin er hvort að kröfur ljósmæðra nú séu ekki einfaldlega það háar að ríkið meti það sem svo að þær ógni stöðugleika á vinnumarkaði. Almennt er það svo að viðsemjendur launafólks vilja síður semja um hærri hækkanir til tiltekins hóps vegna þess að þá fylgi aðrir á eftir með sambærilegar kröfur. Oft er talað um „höfrungahlaup“ í þessu samhengi og að því fylgi til dæmis verðbólga og hærri vextir. Að sögn Katrínar segist ríkið ekki hafa meira svigrúm til að bjóða þeim neitt umfram það sem önnur félög BHM hafa samið um. Það feli sig á bak við það að slíkur samningur gæti ógnað stöðugleika á vinnumarkaði. „En það er enginn fótur fyrir því. Það er alveg borðleggjandi að við höfum orðið á eftir í launaþróun. Við erum ekki búnar með nema 17 prósent af þessum SALEK-ramma sem þeir vilja nú fara eftir sjálfir. SALEK-ramminn á að vera til þess að jafna kjör á milli markaða. Við erum svo sannarlega hvergi nærri öðrum stéttum sem eru með svipaða menntun og ábyrgð og eru á almenna markaðnum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á blaðamannafundi eftir að ljóst var í febrúar síðastliðnum að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp.vísir/eyþórÓlga á vinnumarkaði undanfarin misseri Mikil ólga hefur verið á vinnumarkaði undanfarin misseri. Á meðal þess sem mjög hefur verið gagnrýnt eru ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir til þeirra opinberu starfsmanna og embættismanna sem undir það heyra. Sem dæmi má nefna að í desember síðastliðnum hækkuðu grunnlaun presta um 26 prósent og heildarlaun biskups um 22 prósent. Þá hækkaði þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent í október 2016. Litlu mátti muna að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í febrúar síðastliðnum þar sem margir í forystu verkalýðshreyfingarinnar vildu meina að forsendur kjarasamninga væru brostnar. Eftir að ljóst var að kjarasamningar myndu halda boðaði verkalýðshreyfingin mikla hörku í komandi kjaraviðræðum. Grunnskólakennarar felldu svo nýgerðan kjarasamning á dögunum og þá eiga framhaldsskólakennarar í kjaradeilu við ríkið.Samninganefnd ríkisins fyrir samningafund með ljósmæðrum hjá sáttasemjara í vikunni.vísir/sigurjónMikil reiði í röðum ljósmæðra og erfiður fundur hjá sáttasemjara Katrín segir að ljósmæður vilji hækkun á grunnlaunum og að þær lækki ekki í launum við það að fara úr starfi hjúkrunarfræðinga í ljósmæðrastarfið, en til að fá starfsréttindi sem ljósmóðir þarf viðkomandi að hafa lokið fjögurra ára námi í hjúkrunarfræði og tveimur árum í ljósmóðurfræðum. Að sögn Katrínar var skerpt á kröfum ljósmæðra eftir aðalfund Ljósmæðrafélagsins þann 24. mars en að alltaf hafi kröfur félagsmanna verið þær að fá leiðréttingu á launaröðuninni. Hún vill ekki meina að kröfur séu óraunhæfar eða of háar. Áður en aðalfundurinn var haldinn bárust fréttir af því að lítið bæri á milli í kjaradeilunni og batt ríkið vonir við að hún væri að leysast, samkvæmt heimildum Vísis. Mikil reiði er hins vegar í röðum ljósmæðra með launakjör, vinnuumhverfi sem og framkomu ríkisins í þeirra garð. Mun sú reiði hafa komið vel fram á aðalfundinum. Það voru því aðrar kröfur sem settar voru fram á samningafundi hjá ríkissáttasemjara á þriðjudag. Sá fundur var erfiður og lauk honum án niðurstöðu. Mat ríkissáttasemjari það sem svo að ekki væri tilefni til að funda aftur fyrr en eftir tvær vikur, eða þann 16. apríl næstkomandi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.vísir/eyþórHækkun grunnlauna númer eitt, tvö og þrjú Samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra árið 2017 848.224 krónur. Með meðallaunum er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku en þegar horft er til meðaldagvinnulauna ljósmæðra voru þau 573.019 krónur samkvæmt tölum ráðuneytisins. Katrín segir að barátta félagsins nú snúist um að hækka þessi laun, það er grunnlaunin, sem eru á bilinu 430 til 460 þúsund krónur fyrir nýútskrifaða ljósmóður. Að meðaltali lækka ljósmæður um 30 þúsund krónur í launum þegar þær fara úr starfi hjúkrunarfræðings og taka við starfi ljósmóður. „Einn nemi sem er að útskrifast núna í vor held ég hefur talað um það að hún muni lækka um 100 þúsund krónur í launum. En meðaltalið er 30 þúsund krónur. Flestar eru búnar að vinna í eitt og hálft til tvö ár þegar þær fara í ljósmóðurfræðina og eru þá komnar með 490 til 510 þúsund í laun sem hjúkrunarfræðingar, en ráða sig svo á Landspítalann fyrir 460 þúsund eftir tveggja ára nám. Þetta er eins og lygasaga,“ segir Katrín.Hæstu menntunarkröfur til starfsréttinda innan BHM fyrir utan prófessora Aðspurð hvað ljósmæður séu að fara fram á mikla hækkun á grunnlaunum kveðst Katrín ekki mega fara út í það á meðan samningaviðræður eru í gangi. „En við erum að fara fram á að okkur verði greitt eins og aðrar stéttir sem eru með sambærilega menntun og ábyrgð á bak við sig,“ segir Katrín en ljósmæður eru með mestu kröfur til starfsréttinda innan BHM, fyrir utan prófessora. Til samanburðar má nefna að meðaldagvinnulaun í BHM voru 607.393 krónur árið 2017. Sé litið til einstakra félaga innan BHM voru meðaldagvinnulaun félagsmanna í Stéttarfélagi lögfræðinga 649.856 krónur, meðaldagvinnulaun hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla voru 845.350 krónur og meðaldagvinnulaun félagsmanna í Dýralæknafélagi Íslands voru 643.944.Frá mótmælum BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir utan Stjórnarráðið í apríl 2015. Fremst á myndinni sjást þau Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, fyrrverandi formaður BHM.vísir/stefánHeildarlaun ljósmæðra þau næsthæstu innan BHM Um 280 til 300 ljósmæður eru við störf á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum um land allt. Flestar ljósmæður sem starfa á Landspítalanum, og öðrum heilbrigðisstofnunum, eru í vaktavinnu en á fósturgreiningadeild og í mæðravernd sem sinnir áhættumeðgöngum eru ljósmæður á dagvöktum. Þá eru ljósmæður sem starfa á heilsugæslustöðvum eingöngu í dagvinnu. Eins og áður segir eru heildarlaun ljósmæðra umtalsvert hærri en meðaldagvinnulaun þeirra. Þá eru heildarlaun ljósmæðra einnig þau næsthæstu innan BHM samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins; aðeins prófessorar eru með hærri heildarlaun. Inn í þessa jöfnu verður auðvitað að taka þá staðreynd að vinnufyrirkomulag ljósmæðra er annað en hjá mörgum öðrum félögum innan BHM vegna vaktavinnu. Sé tímakaup ljósmæðra hins vegar reiknað út frá heildarlaunum þeirra í fyrra, miðað við vinnutíma á viku samkvæmt kjarakönnun sem Maskína vann fyrir BHM fyrir árið 2015, eins og gert var í umræðum á Twitter í vikunni, kemur í ljós að það var 6.445 krónur eða það hæsta innan BHM.Áhugavert. Miðað við þessi gögn eru laun fyrir hverja vinnustund ljósmæðra að meðaltali kr. 6.445,-, sem er það langhæsta innan BHM, borið saman við tímakaup prófessora sem er 4.423, lögfræðinga með 4.559, sálfræðinga með 4.162 og dýralækna með 4.452. — Jóhannes Stefánsson (@joistef) April 5, 2018Segir ekki hægt að tala um heildarlaun ljósmæðra og bera þær svo saman við dagvinnustéttir Spurð út í hvað henni finnist um umræðu um laun ljósmæðra á þessum forsendum segir Katrín að þetta sé afbökun. „Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur. Þú getur boðið hverjum sem er að vinna allan sólarhringinn og alltaf við gríðarlega erfiðar og krefjandi aðstæður, og ætla síðan að bera það saman við manneskju sem fer og vinnur frá átta til fjögur og getur skroppið frá hvenær sem hún vill, það er ekki hægt að bera þetta saman. Þegar verið er að tala um heildarlaun og bera okkur saman við dagvinnustéttir þá færðu aldrei rétta útkomu.“ Þá bendir Katrín einnig á að ekki sé hægt að vinna 100 prósent vinnu á þrískiptum vöktum (8-16, 16-00 og 00-08) án þess að brjóta ákvæði kjarasamninga um hvíldartíma tvisvar í viku. Þar af leiðandi séu fæstar ljósmæður í vaktavinnu í 100 prósent starfshlutfalli; þær sem hafi reynt það hafi brunnið út í starfi á skömmum tíma. Það sé því eitt af baráttumálum ljósmæðra að 32 stunda vinnuvika, það er 80 prósent vinna, verði metin sem 100 prósent vinna.Samninganefnd ljósmæðra fyrir fund með samninganefnd ríkisins hjá sáttasemjara í vikunni.vísir/sigurjónLjósmæður búnar að fá nóg Greint hefur verið frá því að á þriðja tug ljósmæðra hafi sagt upp á Landspítalann og þá ætla ljósmæðranemar sem útskrifast í vor ekki að sækja um störf á spítalanum vegna lélegra kjara. Svo virðist því sem ljósmæður séu búnar að fá nóg og það er ekki annað að heyra á Katrínu en að staðan sé einmitt þannig. Hún segir að ljósmæður séu orðnar bitrar og langþreyttar og staðan sé einfaldlega hættuleg. „Þetta eru konur sem eru búnar að segja upp því þær ætla eitthvað annað. Þær eru búnar að fá nóg. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er álagið, það eru launin og það er framkoman og þetta vanmat á þessum störfum sem við erum að vinna,“ segir Katrín og bendir á það að staðan sé einnig þannig í þjóðfélaginu að atvinnuleysi sé lítið sem ekkert. Það sé verið að bjóða ljósmæðrum vinnu víða þar sem það vanti hjúkrunarfræðinga og atvinnutilboðin feli gjarnan í sér hærri laun og minna álag. „Það er undiralda núna og það er eitthvað sem maður hræðist því við erum svo fáar að við getum ekki misst eina einustu.“ Rétt er að taka fram að við vinnslu fréttarinnar var leitað eftir viðbrögðum frá mótaðila ljósmæðra, ríkinu, en hvorki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, né Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, vildu tjá sig um deiluna þegar eftir því var leitað. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gaf heldur ekki kost á viðtali og þá náðist ekki í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, þar sem hann var upptekinn á fundi.
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. 3. apríl 2018 15:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. 3. apríl 2018 15:30