„Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2018 11:00 Hildur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira