Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Þjófnaður á eggjum úr fálkahreiðrum er ekki eins áberandi í dag og hann var áður. Það er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur Nielsen „Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira