Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2018 12:15 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldið á Hólmsheiði frá 19. janúar. Vísir/GVA Lögregla hefur lokið rannsókn sinni á máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Málið var sent héraðssaksóknara fyrir páska að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur, yfirmanns ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá. Hulda Elsa segir að fjöldi brotaþola í málinu sé sjö. Maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Má reikna með því að hann verði í gæsluvarðhaldi þar til málinu líkur. Héraðssaksóknari skoðar nú málið og metur hvort ákært verði í því eða ekki. Vistheimilið sem maðurinn starfaði á var rekið af Barnavernd Reykjavíkur. Talið var að maðurinn hefði unnið með 150-200 börnum á heimilinu en þau brot sem hann er sakaður um munu ekki hafa átt sér stað á vistheimilinu heldur utan þess. Maðurinn var fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að málið fór ekki lengra í ferlinu. Maðurinn var kærður í ágúst en ekki handtekinn fyrr en í janúar. Málið vakti mikla athygli í byrjun árs og gagnrýndi réttargæslumaður piltsins lögreglu harðlega fyrir hve seint var brugðist við kærunni. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 „Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður að sögn yfirmanns hans. 30. janúar 2018 16:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Lögregla hefur lokið rannsókn sinni á máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Málið var sent héraðssaksóknara fyrir páska að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur, yfirmanns ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá. Hulda Elsa segir að fjöldi brotaþola í málinu sé sjö. Maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Má reikna með því að hann verði í gæsluvarðhaldi þar til málinu líkur. Héraðssaksóknari skoðar nú málið og metur hvort ákært verði í því eða ekki. Vistheimilið sem maðurinn starfaði á var rekið af Barnavernd Reykjavíkur. Talið var að maðurinn hefði unnið með 150-200 börnum á heimilinu en þau brot sem hann er sakaður um munu ekki hafa átt sér stað á vistheimilinu heldur utan þess. Maðurinn var fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að málið fór ekki lengra í ferlinu. Maðurinn var kærður í ágúst en ekki handtekinn fyrr en í janúar. Málið vakti mikla athygli í byrjun árs og gagnrýndi réttargæslumaður piltsins lögreglu harðlega fyrir hve seint var brugðist við kærunni.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 „Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður að sögn yfirmanns hans. 30. janúar 2018 16:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
„Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður að sögn yfirmanns hans. 30. janúar 2018 16:38