Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. Mikil aukning er í ávísunum á þunglyndislyfjum til ungra kvenna. Ávísunum til þeirra fjölgaði umfram aukninguna til annarra hópa. Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. „Ein breyting sem við merkjum er að frá árinu 2012 hefur verið mikil aukning í því að ungar konur fái ávísað slíkum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson sérfræðingur á lyfjasviði landlæknis. Ólafur bendir enn fremur á að tæplega tvöfalt fleiri skömmtum sé ávísað til kvenna heldur en karla. Þar spili meðal annars inn í að yfir 40 prósent kvenna á aldrinum 85-89 ára fái slík lyf. Ávísanir þunglyndislyfja eru mældar í fjölda dagskammta sem ávísað er á hverja þúsund íbúa (DDD). Í tveimur heilbrigðisumdæmum, Austurlandi og Suðurnesjum, fá konur ríflega tvöfalt fleiri skömmtum ávísað en karlar. Minnstur er munurinn á Vestfjörðum. Þar fer 81,8 DDD til karla en 141,4 til kvenna. Sé litið til Austurlands fara 99,4 DDD til karla en 210,3 DDD til kvenna. Íslendingar nota langmest af þunglyndislyfjum samanborið við nágrannalönd okkar. „Eitt af því sem við verðum að taka með í reikninginn þegar við berum Ísland saman við önnur lönd er að á Íslandi er aðeins hægt að ávísa stórum skömmtum í einu,“ segir Nanna Briem, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans.Mörgum lyfjum er aðeins hægt að ávísa í 100 taflna pakkningum. Allskostar óvíst er að rétt lyf finnist í fyrstu tilraun og því sé mögulegt að gífurlega mörgum skömmtum sé ávísað á sama einstakling þó aðeins lítill hluti þeirra sé síðan nýttur. Það sé einn af þeim hlutum sem getur spilað inn í og haft áhrif á samanburðinn. „Ef við veltum þessu fljótt fyrir okkur þá er eitt af því sem mér dettur í hug að gæti mögulega haft áhrif að á þessu tímabili sé fólk frekar tilbúið að leita sér aðstoðar,“ segir Nanna. Tímabilið 2012 til 2016 sé nokkuð langt og margt hafi breyst á þeim tíma. Margir hafi stigið fram, úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins, og rætt opinskátt um sína kvilla og hvernig þeim hefur tekist að vinna úr þeim. Hingað til hafi konur yfirleitt verið líklegri til að leita sér aðstoðar sem geti skýrt muninn á því hví konur fái fleiri skömmtum ávísað heldur en karlar. Mikill munur er eftir landshlutum á því hve miklu er ávísað til fólks. „Mögulega er hluti skýringarinnar sá að fólk vill sækja sér aðstoð. Sumstaðar er aðstoðin í formi lyfja þar sem önnur fullnægjandi meðferð er ekki í boði,“ segir Nanna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Mikil aukning er í ávísunum á þunglyndislyfjum til ungra kvenna. Ávísunum til þeirra fjölgaði umfram aukninguna til annarra hópa. Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. „Ein breyting sem við merkjum er að frá árinu 2012 hefur verið mikil aukning í því að ungar konur fái ávísað slíkum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson sérfræðingur á lyfjasviði landlæknis. Ólafur bendir enn fremur á að tæplega tvöfalt fleiri skömmtum sé ávísað til kvenna heldur en karla. Þar spili meðal annars inn í að yfir 40 prósent kvenna á aldrinum 85-89 ára fái slík lyf. Ávísanir þunglyndislyfja eru mældar í fjölda dagskammta sem ávísað er á hverja þúsund íbúa (DDD). Í tveimur heilbrigðisumdæmum, Austurlandi og Suðurnesjum, fá konur ríflega tvöfalt fleiri skömmtum ávísað en karlar. Minnstur er munurinn á Vestfjörðum. Þar fer 81,8 DDD til karla en 141,4 til kvenna. Sé litið til Austurlands fara 99,4 DDD til karla en 210,3 DDD til kvenna. Íslendingar nota langmest af þunglyndislyfjum samanborið við nágrannalönd okkar. „Eitt af því sem við verðum að taka með í reikninginn þegar við berum Ísland saman við önnur lönd er að á Íslandi er aðeins hægt að ávísa stórum skömmtum í einu,“ segir Nanna Briem, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans.Mörgum lyfjum er aðeins hægt að ávísa í 100 taflna pakkningum. Allskostar óvíst er að rétt lyf finnist í fyrstu tilraun og því sé mögulegt að gífurlega mörgum skömmtum sé ávísað á sama einstakling þó aðeins lítill hluti þeirra sé síðan nýttur. Það sé einn af þeim hlutum sem getur spilað inn í og haft áhrif á samanburðinn. „Ef við veltum þessu fljótt fyrir okkur þá er eitt af því sem mér dettur í hug að gæti mögulega haft áhrif að á þessu tímabili sé fólk frekar tilbúið að leita sér aðstoðar,“ segir Nanna. Tímabilið 2012 til 2016 sé nokkuð langt og margt hafi breyst á þeim tíma. Margir hafi stigið fram, úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins, og rætt opinskátt um sína kvilla og hvernig þeim hefur tekist að vinna úr þeim. Hingað til hafi konur yfirleitt verið líklegri til að leita sér aðstoðar sem geti skýrt muninn á því hví konur fái fleiri skömmtum ávísað heldur en karlar. Mikill munur er eftir landshlutum á því hve miklu er ávísað til fólks. „Mögulega er hluti skýringarinnar sá að fólk vill sækja sér aðstoð. Sumstaðar er aðstoðin í formi lyfja þar sem önnur fullnægjandi meðferð er ekki í boði,“ segir Nanna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?