Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. Mikil aukning er í ávísunum á þunglyndislyfjum til ungra kvenna. Ávísunum til þeirra fjölgaði umfram aukninguna til annarra hópa. Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. „Ein breyting sem við merkjum er að frá árinu 2012 hefur verið mikil aukning í því að ungar konur fái ávísað slíkum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson sérfræðingur á lyfjasviði landlæknis. Ólafur bendir enn fremur á að tæplega tvöfalt fleiri skömmtum sé ávísað til kvenna heldur en karla. Þar spili meðal annars inn í að yfir 40 prósent kvenna á aldrinum 85-89 ára fái slík lyf. Ávísanir þunglyndislyfja eru mældar í fjölda dagskammta sem ávísað er á hverja þúsund íbúa (DDD). Í tveimur heilbrigðisumdæmum, Austurlandi og Suðurnesjum, fá konur ríflega tvöfalt fleiri skömmtum ávísað en karlar. Minnstur er munurinn á Vestfjörðum. Þar fer 81,8 DDD til karla en 141,4 til kvenna. Sé litið til Austurlands fara 99,4 DDD til karla en 210,3 DDD til kvenna. Íslendingar nota langmest af þunglyndislyfjum samanborið við nágrannalönd okkar. „Eitt af því sem við verðum að taka með í reikninginn þegar við berum Ísland saman við önnur lönd er að á Íslandi er aðeins hægt að ávísa stórum skömmtum í einu,“ segir Nanna Briem, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans.Mörgum lyfjum er aðeins hægt að ávísa í 100 taflna pakkningum. Allskostar óvíst er að rétt lyf finnist í fyrstu tilraun og því sé mögulegt að gífurlega mörgum skömmtum sé ávísað á sama einstakling þó aðeins lítill hluti þeirra sé síðan nýttur. Það sé einn af þeim hlutum sem getur spilað inn í og haft áhrif á samanburðinn. „Ef við veltum þessu fljótt fyrir okkur þá er eitt af því sem mér dettur í hug að gæti mögulega haft áhrif að á þessu tímabili sé fólk frekar tilbúið að leita sér aðstoðar,“ segir Nanna. Tímabilið 2012 til 2016 sé nokkuð langt og margt hafi breyst á þeim tíma. Margir hafi stigið fram, úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins, og rætt opinskátt um sína kvilla og hvernig þeim hefur tekist að vinna úr þeim. Hingað til hafi konur yfirleitt verið líklegri til að leita sér aðstoðar sem geti skýrt muninn á því hví konur fái fleiri skömmtum ávísað heldur en karlar. Mikill munur er eftir landshlutum á því hve miklu er ávísað til fólks. „Mögulega er hluti skýringarinnar sá að fólk vill sækja sér aðstoð. Sumstaðar er aðstoðin í formi lyfja þar sem önnur fullnægjandi meðferð er ekki í boði,“ segir Nanna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Mikil aukning er í ávísunum á þunglyndislyfjum til ungra kvenna. Ávísunum til þeirra fjölgaði umfram aukninguna til annarra hópa. Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. „Ein breyting sem við merkjum er að frá árinu 2012 hefur verið mikil aukning í því að ungar konur fái ávísað slíkum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson sérfræðingur á lyfjasviði landlæknis. Ólafur bendir enn fremur á að tæplega tvöfalt fleiri skömmtum sé ávísað til kvenna heldur en karla. Þar spili meðal annars inn í að yfir 40 prósent kvenna á aldrinum 85-89 ára fái slík lyf. Ávísanir þunglyndislyfja eru mældar í fjölda dagskammta sem ávísað er á hverja þúsund íbúa (DDD). Í tveimur heilbrigðisumdæmum, Austurlandi og Suðurnesjum, fá konur ríflega tvöfalt fleiri skömmtum ávísað en karlar. Minnstur er munurinn á Vestfjörðum. Þar fer 81,8 DDD til karla en 141,4 til kvenna. Sé litið til Austurlands fara 99,4 DDD til karla en 210,3 DDD til kvenna. Íslendingar nota langmest af þunglyndislyfjum samanborið við nágrannalönd okkar. „Eitt af því sem við verðum að taka með í reikninginn þegar við berum Ísland saman við önnur lönd er að á Íslandi er aðeins hægt að ávísa stórum skömmtum í einu,“ segir Nanna Briem, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans.Mörgum lyfjum er aðeins hægt að ávísa í 100 taflna pakkningum. Allskostar óvíst er að rétt lyf finnist í fyrstu tilraun og því sé mögulegt að gífurlega mörgum skömmtum sé ávísað á sama einstakling þó aðeins lítill hluti þeirra sé síðan nýttur. Það sé einn af þeim hlutum sem getur spilað inn í og haft áhrif á samanburðinn. „Ef við veltum þessu fljótt fyrir okkur þá er eitt af því sem mér dettur í hug að gæti mögulega haft áhrif að á þessu tímabili sé fólk frekar tilbúið að leita sér aðstoðar,“ segir Nanna. Tímabilið 2012 til 2016 sé nokkuð langt og margt hafi breyst á þeim tíma. Margir hafi stigið fram, úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins, og rætt opinskátt um sína kvilla og hvernig þeim hefur tekist að vinna úr þeim. Hingað til hafi konur yfirleitt verið líklegri til að leita sér aðstoðar sem geti skýrt muninn á því hví konur fái fleiri skömmtum ávísað heldur en karlar. Mikill munur er eftir landshlutum á því hve miklu er ávísað til fólks. „Mögulega er hluti skýringarinnar sá að fólk vill sækja sér aðstoð. Sumstaðar er aðstoðin í formi lyfja þar sem önnur fullnægjandi meðferð er ekki í boði,“ segir Nanna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira