Jón og Hrefna dönsuðu vals undir laginu Open arms með Journey. Dómararnir gáfu þeim alls 15 stig sem var það lægsta í gærkvöldi.
Í þáttunum Allir geta dansað keppa þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir dansa við fagdansara og stendur eitt par uppi sem sigurvegari.
Í gærkvöldi komu sjö danspör fram og þóttu þau öll standa sig nokkuð vel. Hér að neðan má sjá dansinn sem var Jóni og Hrefnu að falli.