Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 08:56 Andrew Brunson er sakaður um aðkomu að hryðjuverkastarfsemi og njósnir. Vísir/AFP Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira