Comey talaði í fyrirsögnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2018 06:49 James Comey fór um víðan völl í viðtali sínnu við ABC í gærkvöldi. Skjáskot James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs.Í samtali við fréttamann ABC-sjónvarpstöðvarinnar sagði Comey að Donald Trump, rauði þráðurinn í bókinni, væri „siðferðislega vanhæfur“ til að gegna embætti Bandaríkjaforseta. Hann kæmi fram við konur eins og kjötstykki, dregi það versta fram í samstarfsmönnum sínum og ofan á allt saman væri hann raðlygari. Ekkert væri nógu smátt eða stórt til þess að Trump myndi ekki ljúga um það.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar ComeyHann sagðist þó ekki hafa trú á því að forsetinn sé andlega vanheill eða sé að takast á við elliglöp. Ekkert sé heldur við líkamlega heilsu forsetans að sakast, það sé siðferðisáttaviti Trump sem sé vanstilltur.„Forsetinn verður að vera holdgervingur virðingar og þeirra gilda sem finna má í kjarna þjóðarinnar. Þeirra mikilvægast er sannleikurinn. Forsetinn er hins vegar ófær um það,“ sagði Comey. Í viðtalinu ræddi Comey meðal annars um viðbrögð forsetans við nasistagöngunni í Charlottesville í fyrra. Þar lét kona lífið eftir að hvítur þjóðernissinni ók bíl sínum í gegnum þvögu mótmælenda. Forsetinn var harðlega gagnrýndur fyrir að fordæma ekki morðið en hann er alla jafna fljótur að tísta þegar sambærileg hryðjuverk eru framin á bandarískri grundu.Sjá einnig: Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“„Maður sem samsamar sig við það sem gerðist í Charlottesville, maður sem talar við konur eins og þær séu kjötstykki, sem lýgur um allt á milli himins og jarðar og trúir því að bandaríska þjóðin kaupi það - það er einstaklingur sem er ekki hæfur til að vera forseti Bandríkjanna, út frá siðferðissjónarmiðum,“ sagði Comey. Þrátt fyrir allt ofantalið vill Comey þó ekki að Trump verði settur af. Hann vill að bandaríska þjóðin læri af mistökum sínum og bætti upp fyrir þau í kjörklefanum. „Bandaríkjamenn verða að rísa upp, mæta á kjörstað og kjósa út frá gildum sínum,“ sagði Comey við ABC. „Að lögsækja [forsetann] vegna embættisafglapa myndi sneiða hjá því.“.@GStephanopoulos: “Is Donald Trump unfit to be president?” @Comey: “Yes, but not in the way I often hear people talk about it...I don't think he's medically unfit to be president. I think he's morally unfit to be president.” https://t.co/nzGYlTmLXf #Comey pic.twitter.com/4eag9flFZ2— ABC News (@ABC) April 16, 2018 Comey ræddi einnig gagnrýnina sem hann mátti sitja undir eftir forsetakosningarnar haustið 2016. Margir telja að hann hafi fært Trump sigurinn á silfurfati eftir að alríkislögreglan ákvað að hefja aftur rannsókn sína á tölvupóstmáli Hillary Clinton skömmu fyrir kosningarnar. Hann segir að sér hafi liðið „ömurlega“ vegna málsins. Honum hafi hreinlega verið „óglatt, mér leið eins og ég hafi verið barinn niður. Það var sem ég væri einn, að allir hötuðu mig en að það væri engin leið út úr þessu því að ég vissi að það sem ég hafði gert var það rétta í stöðunni.“ Comey sagði því að hann myndi ekki hika við að endurtaka leikinn, annað myndi grafa undan alríkislögreglunni.Eins og Vísir hefur greint frá er allt á yfirsnúningi í Repúblikanaflokknum, flokki forsetans, vegna útgáfu bókarinnar. Búið er að ræsa út almannatengslateymi sem hefur það eitt hlutverk að rægja allt sem fram kemur í bókinni og allt sem James Comey mun koma til með að segja um efni hennar. Flokkurinn var því ekki lengi að bregðast við viðtali gærkvöldsins. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að Comey geti trútt um talað, ef það sé einhver sem sé lygari þá er það Comey sjálfur. „Það eina sem er verra en árangur Comey í starfi er tilhneiging hans til að segja hvað sem er til að selja bækur,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs.Í samtali við fréttamann ABC-sjónvarpstöðvarinnar sagði Comey að Donald Trump, rauði þráðurinn í bókinni, væri „siðferðislega vanhæfur“ til að gegna embætti Bandaríkjaforseta. Hann kæmi fram við konur eins og kjötstykki, dregi það versta fram í samstarfsmönnum sínum og ofan á allt saman væri hann raðlygari. Ekkert væri nógu smátt eða stórt til þess að Trump myndi ekki ljúga um það.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar ComeyHann sagðist þó ekki hafa trú á því að forsetinn sé andlega vanheill eða sé að takast á við elliglöp. Ekkert sé heldur við líkamlega heilsu forsetans að sakast, það sé siðferðisáttaviti Trump sem sé vanstilltur.„Forsetinn verður að vera holdgervingur virðingar og þeirra gilda sem finna má í kjarna þjóðarinnar. Þeirra mikilvægast er sannleikurinn. Forsetinn er hins vegar ófær um það,“ sagði Comey. Í viðtalinu ræddi Comey meðal annars um viðbrögð forsetans við nasistagöngunni í Charlottesville í fyrra. Þar lét kona lífið eftir að hvítur þjóðernissinni ók bíl sínum í gegnum þvögu mótmælenda. Forsetinn var harðlega gagnrýndur fyrir að fordæma ekki morðið en hann er alla jafna fljótur að tísta þegar sambærileg hryðjuverk eru framin á bandarískri grundu.Sjá einnig: Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“„Maður sem samsamar sig við það sem gerðist í Charlottesville, maður sem talar við konur eins og þær séu kjötstykki, sem lýgur um allt á milli himins og jarðar og trúir því að bandaríska þjóðin kaupi það - það er einstaklingur sem er ekki hæfur til að vera forseti Bandríkjanna, út frá siðferðissjónarmiðum,“ sagði Comey. Þrátt fyrir allt ofantalið vill Comey þó ekki að Trump verði settur af. Hann vill að bandaríska þjóðin læri af mistökum sínum og bætti upp fyrir þau í kjörklefanum. „Bandaríkjamenn verða að rísa upp, mæta á kjörstað og kjósa út frá gildum sínum,“ sagði Comey við ABC. „Að lögsækja [forsetann] vegna embættisafglapa myndi sneiða hjá því.“.@GStephanopoulos: “Is Donald Trump unfit to be president?” @Comey: “Yes, but not in the way I often hear people talk about it...I don't think he's medically unfit to be president. I think he's morally unfit to be president.” https://t.co/nzGYlTmLXf #Comey pic.twitter.com/4eag9flFZ2— ABC News (@ABC) April 16, 2018 Comey ræddi einnig gagnrýnina sem hann mátti sitja undir eftir forsetakosningarnar haustið 2016. Margir telja að hann hafi fært Trump sigurinn á silfurfati eftir að alríkislögreglan ákvað að hefja aftur rannsókn sína á tölvupóstmáli Hillary Clinton skömmu fyrir kosningarnar. Hann segir að sér hafi liðið „ömurlega“ vegna málsins. Honum hafi hreinlega verið „óglatt, mér leið eins og ég hafi verið barinn niður. Það var sem ég væri einn, að allir hötuðu mig en að það væri engin leið út úr þessu því að ég vissi að það sem ég hafði gert var það rétta í stöðunni.“ Comey sagði því að hann myndi ekki hika við að endurtaka leikinn, annað myndi grafa undan alríkislögreglunni.Eins og Vísir hefur greint frá er allt á yfirsnúningi í Repúblikanaflokknum, flokki forsetans, vegna útgáfu bókarinnar. Búið er að ræsa út almannatengslateymi sem hefur það eitt hlutverk að rægja allt sem fram kemur í bókinni og allt sem James Comey mun koma til með að segja um efni hennar. Flokkurinn var því ekki lengi að bregðast við viðtali gærkvöldsins. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að Comey geti trútt um talað, ef það sé einhver sem sé lygari þá er það Comey sjálfur. „Það eina sem er verra en árangur Comey í starfi er tilhneiging hans til að segja hvað sem er til að selja bækur,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45