Þjóðarleiðtogar heims ræðast víða við í dag vegna Sýrlands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. apríl 2018 08:00 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um helgina og hittist aftur í dag og ræðir drög að ályktun. Vísir/epa Fundum verður fram haldið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag til að ræða tillögu Bandaríkjamanna, Breta og Frakka að ályktun um aðgerðir vegna Sýrlands og auka með því þrýsting á Rússa um að láta af stuðningi við Sýrlandsstjórn. Samkvæmt tillögunni yrði Alþjóðlega efnavopnastofnunin (OPCW) að skila skýrslu innan 30 daga um efnavopnabirgðir Sýrlandsstjórnar, sjúkraflutningar og öruggir flutningar hjálpargagna til Sýrlands yrðu tryggðir og gerð krafa um að stjórn Bashars Al-Assad gangi til friðarviðræðna í góðri trú og án allra skilyrða. Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins hittast einnig í Brussel í dag og gert er ráð fyrir að þeir styðji ályktunardrög ríkjanna þriggja.Sjá einnig: „Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Guðlaugur Þór Þórðarson og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittast í Stokkhólmi í dag, en þar er Guðlaugur Þór staddur til að taka þátt í jafnréttisþingi. Þótt flestir þjóðarleiðtogar Vesturlanda hafi ýmist lýst stuðningi eða fullum skilningi á loftárásum Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi eru mjög skiptar skoðanir um þær víða um heim og hafa almennir borgarar bæði í Bandaríkjunum og víðar mótmælt á götum úti um helgina. Þingmenn í árásarríkjunum hafa einnig gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna um árásirnar. Þá skiptast sérfræðingar í þjóðarétti á skoðunum um lögmæti árásanna.Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur tekið einna dýpst í árinni.Vísir/AFPAf yfirlýsingum leiðtoga ríkjanna þriggja að dæma virðast árásirnar fyrst og fremst hafa haft pólitísk markmið; það er, að halda uppi trúverðugleika ríkjanna, ekki síst gagnvart leiðtogum Sýrlands og Rússlands, enda hafi línan verið löngu dregin í sandinn og Assad farið yfir þá línu með efnavopnaárásum á eigin borgara, eins og Macron Frakklandsforseti lýsti í yfirlýsingu í kjölfar árásanna. Um einangraða aðgerð var að ræða en ekki lið í röð aðgerða. Þannig var ekki um að ræða aðgerð til að rjúfa samgönguleiðir eða samskiptaleiðir eða aðra innviði. Val á skotmörkunum þremur virðist þannig ekki haft þann tilgang sérstaklega að hindra frekari efnavopnaárásir heldur hafi verið valin skotmörk með tengingu við efnavopnaframleiðslu. Breska stjórnin hefur þó, ein ríkisstjórnanna þriggja, vísað sérstaklega til mannúðarsjónarmiða í yfirlýsingu um lögmæti árásanna og vísar með því til þeirra viðhorfa að heimilt sé í undantekningartilvikum að beita hervaldi í öðru ríki af knýjandi mannúðarástæðum. Þrátt fyrir að stofnsamþykktir Sameinuðu þjóðanna heimili eingöngu hernaðaríhlutanir þvert á landamæri ef um sjálfsvörn er að ræða, hafa verið færð rök fyrir því að beita megi hervaldi af knýjandi mannúðarástæðum. Hernaðaríhlutun hefur nokkuð oft átt sér stað með þessum rökum, meðal annars í Persaflóastríðinu, í stríðinu á Balkanskaga, í Síerra Leóne og Líberíu svo dæmi séu tekin. Að mati Marcs Weller, prófessors í þjóðarétti við Camebridge-háskóla, myndu hvers kyns hernaðaraðgerðir innan landamæra annarra fullvalda ríkja af öðrum ástæðum alltaf þarfnast fyrirfram samþykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að geta talist samræmast samþykktum SÞ, þar á meðal aðgerðir til að knýja önnur ríki til að virða alþjóðalög. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Fundum verður fram haldið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag til að ræða tillögu Bandaríkjamanna, Breta og Frakka að ályktun um aðgerðir vegna Sýrlands og auka með því þrýsting á Rússa um að láta af stuðningi við Sýrlandsstjórn. Samkvæmt tillögunni yrði Alþjóðlega efnavopnastofnunin (OPCW) að skila skýrslu innan 30 daga um efnavopnabirgðir Sýrlandsstjórnar, sjúkraflutningar og öruggir flutningar hjálpargagna til Sýrlands yrðu tryggðir og gerð krafa um að stjórn Bashars Al-Assad gangi til friðarviðræðna í góðri trú og án allra skilyrða. Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins hittast einnig í Brussel í dag og gert er ráð fyrir að þeir styðji ályktunardrög ríkjanna þriggja.Sjá einnig: „Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Guðlaugur Þór Þórðarson og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittast í Stokkhólmi í dag, en þar er Guðlaugur Þór staddur til að taka þátt í jafnréttisþingi. Þótt flestir þjóðarleiðtogar Vesturlanda hafi ýmist lýst stuðningi eða fullum skilningi á loftárásum Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi eru mjög skiptar skoðanir um þær víða um heim og hafa almennir borgarar bæði í Bandaríkjunum og víðar mótmælt á götum úti um helgina. Þingmenn í árásarríkjunum hafa einnig gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð við þjóðþing ríkjanna um árásirnar. Þá skiptast sérfræðingar í þjóðarétti á skoðunum um lögmæti árásanna.Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur tekið einna dýpst í árinni.Vísir/AFPAf yfirlýsingum leiðtoga ríkjanna þriggja að dæma virðast árásirnar fyrst og fremst hafa haft pólitísk markmið; það er, að halda uppi trúverðugleika ríkjanna, ekki síst gagnvart leiðtogum Sýrlands og Rússlands, enda hafi línan verið löngu dregin í sandinn og Assad farið yfir þá línu með efnavopnaárásum á eigin borgara, eins og Macron Frakklandsforseti lýsti í yfirlýsingu í kjölfar árásanna. Um einangraða aðgerð var að ræða en ekki lið í röð aðgerða. Þannig var ekki um að ræða aðgerð til að rjúfa samgönguleiðir eða samskiptaleiðir eða aðra innviði. Val á skotmörkunum þremur virðist þannig ekki haft þann tilgang sérstaklega að hindra frekari efnavopnaárásir heldur hafi verið valin skotmörk með tengingu við efnavopnaframleiðslu. Breska stjórnin hefur þó, ein ríkisstjórnanna þriggja, vísað sérstaklega til mannúðarsjónarmiða í yfirlýsingu um lögmæti árásanna og vísar með því til þeirra viðhorfa að heimilt sé í undantekningartilvikum að beita hervaldi í öðru ríki af knýjandi mannúðarástæðum. Þrátt fyrir að stofnsamþykktir Sameinuðu þjóðanna heimili eingöngu hernaðaríhlutanir þvert á landamæri ef um sjálfsvörn er að ræða, hafa verið færð rök fyrir því að beita megi hervaldi af knýjandi mannúðarástæðum. Hernaðaríhlutun hefur nokkuð oft átt sér stað með þessum rökum, meðal annars í Persaflóastríðinu, í stríðinu á Balkanskaga, í Síerra Leóne og Líberíu svo dæmi séu tekin. Að mati Marcs Weller, prófessors í þjóðarétti við Camebridge-háskóla, myndu hvers kyns hernaðaraðgerðir innan landamæra annarra fullvalda ríkja af öðrum ástæðum alltaf þarfnast fyrirfram samþykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að geta talist samræmast samþykktum SÞ, þar á meðal aðgerðir til að knýja önnur ríki til að virða alþjóðalög.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00
Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30