„Eftir talsverða baráttu og 724 daga bið höfum við nú loks fengið vínveitingaleyfið í hús,“ segir í færslunni sem birt var í dag.
Sjá einnig: Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun
Borðið hefur barist fyrir því að fá vínveitingaleyfi í nokkurn tíma. Greint var frá því í fyrra að mistök af hálfu borgarinnar hefðu leitt til þess að í fyrstu var tekið með jákvæðum hætti í umsókn eigenda Borðsins um vínveitingaleyfi.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamáli synjaði þó beiðninni, ekki síst á þeim á forsendum að Ægissíða er ekki aðalgata í gildandi aðalskipulagi. Lög kveða á um að til að hljóta vínveitingaleyfi þurfi rekstur að vera í húsnæði við aðalgötu eða innan skilgreinds nærþjónustukjarna.
Nú virðist leyfið hins vegar vera í höfn og bjóða eigendur Borðsins, sem fagnar tveggja ára opnunarafmæli á sunnudaginn, vínþyrsta viðskiptavini velkomna.
„Við bjóðum ykkur velkomin á Borðið til þess að skála fyrir þessum tímamótum með okkur. Við ætlum að bjóða hvítt, rautt og freyðandi og bjór á dælu á sérstöku afmælisverði næstu daga - 724 kr. - af augljósum ástæðum.“