Lífið

Berglind Dansfestival veitir innsýn í æfingaferlið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Berglind skoðar dansinn.
Berglind skoðar dansinn.
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Hin lánsömu eftir Anton Lachky föstudaginn 27. apríl í Borgarleikhúsinu. Sjónvarpskonan og Snapchat-stjarnan Berglind Festival verður með dansflokknum á lokasprettinum fram að frumsýningu og mun veita innsýn í æfingaferlið á sinn einstaka og skemmtilega hátt með því að koma að þáttum sem unnir voru í samstarfi við íslenska dansflokkinn.

Í þessum fyrsta þætti af Berglind Dansfestival tekur hún stöðuna á danshöfundinum Anton Lachky og kíkir á æfingar á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þetta er í annað skiptið sem Anton Lachky semur fyrir Íslenska dansflokkinn en árið 2012 vann hann Grímuverðlaunin sem Danshöfundur ársins fyrir verkið Fullkominn dagur til drauma.

Hin lánsömu er kraftmikið og kómískt dansverk sem fjallar um 8 manna fjölskyldu sem nýtur verulegrar velgengni í lífi og starfi. Þessari lánsemi fylgja þó ákveðnar kvaðir og verða þau að fylgja settum reglum í einu og öllu. Ein reglnanna er sú að þau mega aldrei yfirgefa húsið sitt. Mundir þú fylgja öllum settum reglum ef það þýddi endalausa hamingju?

Myndataka og klipping var í höndum Valdimars Jóhannssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×