Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2018 06:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú hernaðaraðgerðir gegn Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta. Vísir/AFP Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við því í gær að allar þær eldflaugar sem Bandaríkin myndu skjóta á Sýrland yrðu skotnar niður. Áttu þeir þar við möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efnavopnaárás stjórnarhers Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, á almenna borgara í bænum Douma í Austur-Ghouta á laugardag. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar og hafa stutt hana með ráðum og dáð. Til að mynda greindi rússneska fréttaveitan Interfax frá því að hópur rússneskra þingmanna væri á leið til Sýrlands til að funda með Assad á næstunni. Bandaríkjamenn, sem og Vesturlönd í heild sinni, eru hins vegar andsnúin Assad og þykja þessi ummæli Rússa, nánar tiltekið sendiherra þeirra í Líbanon, því áhyggjuefni þar sem þau þykja til marks um að bein átök Rússa og Bandaríkjamanna séu möguleg nú þegar samband stórveldanna hefur ekki verið verra í áratugi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brást við ummælunum með því að segja Rússum að undirbúa sig „af því að eldflaugarnar munu koma, fínar og nýjar og klárar“. „Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum!“ bætti Trump við á Twitter.Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn í vígahug? En Trump hafði þó greinilega nokkrar áhyggjur af sambandinu við Rússa. Í næsta tísti sagði hann sambandið verra en nokkru sinni fyrr, meira að segja verra en í kalda stríðinu. „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti því við að samstarfið ætti að geta verið auðvelt. „Stöðvum vopnakapphlaupið?“ spurði hann. Þá sagði Trump að stóran hluta erjanna við Rússa mætti rekja til „falskrar og spilltrar rannsóknar“ sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og samráði við framboð Trumps. Tvinnaði hann þar saman helstu vandamál síðustu daga en rassía var gerð á skrifstofu lögfræðings forsetans í tengslum við rannsóknina í vikunni. Talið er að Bandaríkin séu nú, í samstarfi við Breta og Frakka, að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Assad-liðum.Stjórnarher Sýrlands ekur hér skriðdrekum eftir strætum Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um síðustu helgi.Vísir/AFPMögulega séu Bandaríkjamenn svo að undirbúa enn frekari aðgerðir, einir síns liðs, enda hafi Trump hætt við fyrirhugaða Suður-Ameríkureisu í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt The Times hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þó beðið Trump um frekari sannanir fyrir því að árásin hafi átt sér stað með þeim hætti sem haldið hefur verið fram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki náð neinu samkomulagi um viðbrögð við hinni meintu efnavopnaárás. Á fundi ráðsins á þriðjudag mættust stálin stinn þegar Nikki Haley og Vasílí Nebensía, sendiherrar Bandaríkjamanna og Rússa, rifust. Sagði Nebensía að Bandaríkin væru að skálda til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Haley sagði hins vegar að atkvæðagreiðsla um drög Bandaríkjamanna að ályktun, sem sneri að því að rannsakendur gætu úrskurðað um hver bæri ábyrgð á árásinni, væri harmleikur. Rússar beittu neitunarvaldi sínu og sagði Haley að með því sviptu Rússar ráðið öllum trúverðugleika. Haley beitti sjálf neitunarvaldi gegn tillögu Rússa um að öryggisráðið eitt gæti úrskurðað um sekt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær harma að öryggisráðið hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvað hún héldi að gerðist næst á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við því í gær að allar þær eldflaugar sem Bandaríkin myndu skjóta á Sýrland yrðu skotnar niður. Áttu þeir þar við möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efnavopnaárás stjórnarhers Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, á almenna borgara í bænum Douma í Austur-Ghouta á laugardag. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar og hafa stutt hana með ráðum og dáð. Til að mynda greindi rússneska fréttaveitan Interfax frá því að hópur rússneskra þingmanna væri á leið til Sýrlands til að funda með Assad á næstunni. Bandaríkjamenn, sem og Vesturlönd í heild sinni, eru hins vegar andsnúin Assad og þykja þessi ummæli Rússa, nánar tiltekið sendiherra þeirra í Líbanon, því áhyggjuefni þar sem þau þykja til marks um að bein átök Rússa og Bandaríkjamanna séu möguleg nú þegar samband stórveldanna hefur ekki verið verra í áratugi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brást við ummælunum með því að segja Rússum að undirbúa sig „af því að eldflaugarnar munu koma, fínar og nýjar og klárar“. „Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum!“ bætti Trump við á Twitter.Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn í vígahug? En Trump hafði þó greinilega nokkrar áhyggjur af sambandinu við Rússa. Í næsta tísti sagði hann sambandið verra en nokkru sinni fyrr, meira að segja verra en í kalda stríðinu. „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti því við að samstarfið ætti að geta verið auðvelt. „Stöðvum vopnakapphlaupið?“ spurði hann. Þá sagði Trump að stóran hluta erjanna við Rússa mætti rekja til „falskrar og spilltrar rannsóknar“ sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og samráði við framboð Trumps. Tvinnaði hann þar saman helstu vandamál síðustu daga en rassía var gerð á skrifstofu lögfræðings forsetans í tengslum við rannsóknina í vikunni. Talið er að Bandaríkin séu nú, í samstarfi við Breta og Frakka, að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Assad-liðum.Stjórnarher Sýrlands ekur hér skriðdrekum eftir strætum Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um síðustu helgi.Vísir/AFPMögulega séu Bandaríkjamenn svo að undirbúa enn frekari aðgerðir, einir síns liðs, enda hafi Trump hætt við fyrirhugaða Suður-Ameríkureisu í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt The Times hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þó beðið Trump um frekari sannanir fyrir því að árásin hafi átt sér stað með þeim hætti sem haldið hefur verið fram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki náð neinu samkomulagi um viðbrögð við hinni meintu efnavopnaárás. Á fundi ráðsins á þriðjudag mættust stálin stinn þegar Nikki Haley og Vasílí Nebensía, sendiherrar Bandaríkjamanna og Rússa, rifust. Sagði Nebensía að Bandaríkin væru að skálda til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Haley sagði hins vegar að atkvæðagreiðsla um drög Bandaríkjamanna að ályktun, sem sneri að því að rannsakendur gætu úrskurðað um hver bæri ábyrgð á árásinni, væri harmleikur. Rússar beittu neitunarvaldi sínu og sagði Haley að með því sviptu Rússar ráðið öllum trúverðugleika. Haley beitti sjálf neitunarvaldi gegn tillögu Rússa um að öryggisráðið eitt gæti úrskurðað um sekt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær harma að öryggisráðið hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvað hún héldi að gerðist næst á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46