Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2018 11:45 Airbnb-gisting í Reykjavík er umsvifamikil. vísir/anton brink Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ferðaþjónustan á Íslandi hefði ekki náð að vaxa án tilkomu útleigu íbúða í AirBnB.Íslandsbanki kynnti ítarlega skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi í Perlunni í morgun. í henni kemur fram að gjaldeyristekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni verði um 570 milljarðar króna á þessu ári. Ísland sé dýrasti ferðamannastaður heims og vöxtur AirBnb hafi verið ævintýralegur á síðasta ári, eða 109 prósent frá árinu á undan. Þá voru tekjur af útleigu þar þrisvar sinnum meiri en allra gistiheimila í landinu og um fjórðungur allrar gistiþjónustu í landinu. Langstærstur hluti ferðamanna á Íslandi kemur frá Bandaríkjunum og þeir eyða líka mest allra ferðamanna samkvæmt skýrslunni, en verðlag á Íslandi sé að meðaltali 28 prósentum hærra en á hinum Norðurlöndunum. Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Samskiptum og greiningu sem vann skýrsluna fyrir Íslandsbanka segir veltu Airbnb í fyrra hafa verið í kringum 20 milljarðar króna og tekjuvöxturinn verði sennilega um tíu prósent á þessu ári. Hótelin hafi ekki náð að auka framboð sitt í takti við fjölgun ferðamanna á undanförnum árum. „Þá myndast auðvitað ákveðin umframeftirspurn og þar hefur Airbnb stokkið inn og gripið þessa umframeftirspurn og þannig í rauninni gert okkur kleift að taka á móti öllum þessa fjölda ferðamanna. Í ljósi tölfræðinnar leyfi ég mér að fullyrða það að það hefði nánast verið ómögulegt ef ekki hefði fyrir tilkomu Airbnb inn á þennan markað. Þannig á Airbnb ríkan þátt í þeirri velmegun sem ferðaþjónustan hefur skapað á undanförnum árum,“ segir Elvar Orri.Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.Elvar segir nýtinguna á hótelum landsins ekki hafa verið að minnka en hún hafi aukist misjafnlega eftir landshlutum. Hún sé mjög há á höfuðborgarsvæðinu en hafi vaxið meira á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þá hafi AirBnB einnig vaxið hratt á landsbyggðinni en gögn nái allt aftur til 2015. Í raun hafi vöxtur AirBnB á landsbyggðinni drifið vöxtin í ferðaþjónustunni undanfarin misseri og þar með hjálpað við að dreifa ferðamönnum um landið. Í skýrslunni er framboð AirBnB á Ísandi í heild sinni skoðað en ekki einungs þær íbúðir sem skráðar hafa verið af eigendum hjá hinu opinbera. Elvar Orri segir þessi gögn þurfi að fá hjá sýslumönnum en þegar hann hafi skoðað þetta hlutfall síðast hafi innan við tíu prósent íbúða í AirBnB verið skráðar. „Það er augljóst að eftirfylgni með lögum og reglum hvað þessa starfsemi varðar að hún er ófullnægjandi, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Það er í raun svolítið vægt til orða tekið þar sem að augljóslega er þetta allt of lágt hlutfall miðað við vægi þessarar starfsemi hér á landi.Má þá draga þá ályktun af stór hluti af þessum tekjum sem fást með útleigu Airbnb sé á svörtum markaði og jafnvel ekki gefnar upp?„Það má svo sannarlega draga þá ályktun, já.“Þannig að þetta er stór og mikil svört starfsemi?„Já.“ Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ferðaþjónustan á Íslandi hefði ekki náð að vaxa án tilkomu útleigu íbúða í AirBnB.Íslandsbanki kynnti ítarlega skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi í Perlunni í morgun. í henni kemur fram að gjaldeyristekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni verði um 570 milljarðar króna á þessu ári. Ísland sé dýrasti ferðamannastaður heims og vöxtur AirBnb hafi verið ævintýralegur á síðasta ári, eða 109 prósent frá árinu á undan. Þá voru tekjur af útleigu þar þrisvar sinnum meiri en allra gistiheimila í landinu og um fjórðungur allrar gistiþjónustu í landinu. Langstærstur hluti ferðamanna á Íslandi kemur frá Bandaríkjunum og þeir eyða líka mest allra ferðamanna samkvæmt skýrslunni, en verðlag á Íslandi sé að meðaltali 28 prósentum hærra en á hinum Norðurlöndunum. Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Samskiptum og greiningu sem vann skýrsluna fyrir Íslandsbanka segir veltu Airbnb í fyrra hafa verið í kringum 20 milljarðar króna og tekjuvöxturinn verði sennilega um tíu prósent á þessu ári. Hótelin hafi ekki náð að auka framboð sitt í takti við fjölgun ferðamanna á undanförnum árum. „Þá myndast auðvitað ákveðin umframeftirspurn og þar hefur Airbnb stokkið inn og gripið þessa umframeftirspurn og þannig í rauninni gert okkur kleift að taka á móti öllum þessa fjölda ferðamanna. Í ljósi tölfræðinnar leyfi ég mér að fullyrða það að það hefði nánast verið ómögulegt ef ekki hefði fyrir tilkomu Airbnb inn á þennan markað. Þannig á Airbnb ríkan þátt í þeirri velmegun sem ferðaþjónustan hefur skapað á undanförnum árum,“ segir Elvar Orri.Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.Elvar segir nýtinguna á hótelum landsins ekki hafa verið að minnka en hún hafi aukist misjafnlega eftir landshlutum. Hún sé mjög há á höfuðborgarsvæðinu en hafi vaxið meira á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þá hafi AirBnB einnig vaxið hratt á landsbyggðinni en gögn nái allt aftur til 2015. Í raun hafi vöxtur AirBnB á landsbyggðinni drifið vöxtin í ferðaþjónustunni undanfarin misseri og þar með hjálpað við að dreifa ferðamönnum um landið. Í skýrslunni er framboð AirBnB á Ísandi í heild sinni skoðað en ekki einungs þær íbúðir sem skráðar hafa verið af eigendum hjá hinu opinbera. Elvar Orri segir þessi gögn þurfi að fá hjá sýslumönnum en þegar hann hafi skoðað þetta hlutfall síðast hafi innan við tíu prósent íbúða í AirBnB verið skráðar. „Það er augljóst að eftirfylgni með lögum og reglum hvað þessa starfsemi varðar að hún er ófullnægjandi, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Það er í raun svolítið vægt til orða tekið þar sem að augljóslega er þetta allt of lágt hlutfall miðað við vægi þessarar starfsemi hér á landi.Má þá draga þá ályktun af stór hluti af þessum tekjum sem fást með útleigu Airbnb sé á svörtum markaði og jafnvel ekki gefnar upp?„Það má svo sannarlega draga þá ályktun, já.“Þannig að þetta er stór og mikil svört starfsemi?„Já.“
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20