Framlög til viðhalds á vegakerfinu verða aukin um helming Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2018 18:35 Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira