„Í viðhorfskönnunum okkar hefur komið fram mjög skýr vilji hjá fólki til þess að hækka sektina og flestir hafa nefnt 55 þúsund krónur sem ákjósanlega upphæð. Þarna er þetta komið í áttina að þeirri upphæð,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu
Sjá einnig: Sektin áttfaldast

Notkun nagla er bönnuð frá og með 15. apríl. Hins vegar er ekki bara horft til þeirrar dagsetningar heldur líka akstursskilyrða.
„Fyrstu vikuna í maí munum við skoða langtímaveðurspána. Við lítum á suðvesturhlutann sem eitt atvinnusvæði. Ef veðurspáin er góð fyrir þetta svæði munum við tilkynna öllum fjölmiðlum að við séum að fara að kæra þetta,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.