„Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 08:12 Formaður Afstöðu segir að núverandi kerfi sporni ekki við nægilega vel við endurkomu fanga. Vísir/E.Ól Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér. Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér.
Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00