Stórauknar fjárheimildir til umhverfismála Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Dagur umhverfisins er í dag haldinn hátíðlegur í tuttugasta sinn. Því er ekki úr vegi að víkja að áskorunum og tækifærum sem fram undan eru í umhverfismálum. Ég hef einsett mér að setja nokkur mál á oddinn í ráðherratíð minni: Loftslagsmál, náttúruvernd, plastmengun, neyslumál og aukna aðkomu almennings að ákvarðanatöku í umhverfismálum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verða framlög til umhverfismála aukin um 35% á næstu fimm árum miðað við árið 2017. Hér geri ég loftslagsmál og náttúruvernd að umtalsefni. Stærsta áskorun samtímans er að halda meðalhlýnun jarðar á þessari öld innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Ríkisstjórn Íslands setur markið hátt og hyggst ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 og kolefnishlutleysi árið 2040. Í júní tekur Loftslagsráð til starfa, Loftslagssjóður verður settur á laggirnar á árinu til að styrkja nýsköpun og rannsóknir og unnið er að heildstæðri aðgerðaáætlun til að draga úr útlosun og binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Á næstu fimm árum verður tæpum sjö milljörðum króna varið til loftslagsmála. Náttúruverndin mun skipa stóran sess á kjörtímabilinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um átak í friðlýsingum og stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Nýverið skipaði ég þverpólitíska nefnd um miðhálendisþjóðgarð. Mörg tækifæri fyrir byggðaþróun eru fólgin í þessari ráðstöfun, enda hafa rannsóknir sýnt að þjóðgarðar skila miklum tekjum í þjóðarbúið og til hinna dreifðu byggða. Samtímis verður að hlúa að ferðamannastöðum sem eru undir stöðugu álagi ferðamanna. Um það vitna nauðsynlegar lokanir svæða nú þegar frost er að fara úr jörðu. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áætlað að auka fjárframlög til náttúruverndar um rúma sjö milljarða króna á næstu fimm árum og fer stór hluti fjármunanna til uppbyggingar innviða til verndar náttúru á ferðamannastöðum, í landvörslu, þ.m.t. heilsárslandvörslu, og til uppbyggingar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands svo eitthvað sé nefnt. Til hamingju með Dag umhverfisins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Dagur umhverfisins er í dag haldinn hátíðlegur í tuttugasta sinn. Því er ekki úr vegi að víkja að áskorunum og tækifærum sem fram undan eru í umhverfismálum. Ég hef einsett mér að setja nokkur mál á oddinn í ráðherratíð minni: Loftslagsmál, náttúruvernd, plastmengun, neyslumál og aukna aðkomu almennings að ákvarðanatöku í umhverfismálum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verða framlög til umhverfismála aukin um 35% á næstu fimm árum miðað við árið 2017. Hér geri ég loftslagsmál og náttúruvernd að umtalsefni. Stærsta áskorun samtímans er að halda meðalhlýnun jarðar á þessari öld innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Ríkisstjórn Íslands setur markið hátt og hyggst ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 og kolefnishlutleysi árið 2040. Í júní tekur Loftslagsráð til starfa, Loftslagssjóður verður settur á laggirnar á árinu til að styrkja nýsköpun og rannsóknir og unnið er að heildstæðri aðgerðaáætlun til að draga úr útlosun og binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Á næstu fimm árum verður tæpum sjö milljörðum króna varið til loftslagsmála. Náttúruverndin mun skipa stóran sess á kjörtímabilinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um átak í friðlýsingum og stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Nýverið skipaði ég þverpólitíska nefnd um miðhálendisþjóðgarð. Mörg tækifæri fyrir byggðaþróun eru fólgin í þessari ráðstöfun, enda hafa rannsóknir sýnt að þjóðgarðar skila miklum tekjum í þjóðarbúið og til hinna dreifðu byggða. Samtímis verður að hlúa að ferðamannastöðum sem eru undir stöðugu álagi ferðamanna. Um það vitna nauðsynlegar lokanir svæða nú þegar frost er að fara úr jörðu. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áætlað að auka fjárframlög til náttúruverndar um rúma sjö milljarða króna á næstu fimm árum og fer stór hluti fjármunanna til uppbyggingar innviða til verndar náttúru á ferðamannastöðum, í landvörslu, þ.m.t. heilsárslandvörslu, og til uppbyggingar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands svo eitthvað sé nefnt. Til hamingju með Dag umhverfisins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun