Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 12:15 Veselnitskaja hefur neitað því að tengjast stjórnvöldum í Kreml. Hún segist ekki þora að ferðast til Bandaríkjanna til að bera vitni um fundinn í Trump-turninum af ótta um öryggi sitt þar. Vísir/AFP Natalía Veselnitskaja, rússneskur lögmaður, sem fundaði með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump árið 2016 segir að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi ekki rætt við hana. Þremenningarnir töldu að Veselnitskaja gæti veitt þeim skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton.Fundurinn umdeildi átti sér stað í Trump-turninum í júní árið 2016, sumarið fyrir forsetakosningarnar. Donald Trump yngri, elsta syni Bandaríkjaforseta, hafði þá verið lofað upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir andstæðing föður hans. Þær upplýsingar kæmu frá rússneskum stjórnvöldum sem reyndu að hjálpa Trump. Trump yngri tók því boði fagnandi og fékk Jared Kushner, tengdason Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra framboðsins, með sér á fundinn. Þegar fjölmiðlar sögðu frá fundinum síðar fullyrti Trump yngri að ekkert hefði komið út úr honum. Þau hefðu aðeins rætt um refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi og ættleiðingar rússneskra barna í Bandaríkjunum. Annað átti hins vegar eftir að koma á daginn. Bandaríska leyniþjónustan segir að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Robert Mueller er sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Manafort (t.v.), Trump yngri (2.f.v.) og Kushner (t.h.) funduðu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Vísir/AFPEfast um sannleiksþorsta Mueller Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Veselnitskaja að það komi henni á óvart að Mueller hafi ekki haft samband við sig. Gefur hún í skyn að það þýði að Mueller „sé ekki að reyna að komast að því sanna“. Hún segist hins vegar hafa rætt við rannsakendur leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sem einnig rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Veselnitskaja ítrekar fyrri orð sín um að hún hafi ekki tengsl við stjórnvöld í Kreml. Gerði lítið úr fundinum með misvísandi yfirlýsingum Þegar New York Times greindi fyrst frá fundinum gerði Trump yngri lítið úr honum í yfirlýsingu sem sagði ekki allan sannleikann um tilefni hans. Umræðuefnið hafi fyrst og fremst verið ættleiðingar rússneskra barna. Þegar í ljós kom að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton fyrir fundinn sagði Trump yngri að Veselnitskaja hafi ekki haft neinar þýðingarmiklar upplýsingar fram að færa. Rétt áður en New York Times ætlaði að birta frétt um tölvupóstsamskipti Trump yngri við breskan milligöngumann fyrir fundinn birti hann póstana á Twitter-síðu sinni. Í póstunum kom fram að Trump yngri hefði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton og að þær væru hluti af stuðningi rússneskra stjórnvalda við föður hans. „Ef þetta er það sem þú segir þá elska ég það, sérstaklega síðar í sumar,“ var svar Trump yngri við því boði. Síðar greindi Washington Post frá því að Trump forseti sjálfur hafði lesið fyrir misvísandi yfirlýsingu um fundinn í Trump-turninum sem gefin var út í nafni sonar hans. Lögmaður forsetans neitaði því þó að hann hafi átt þátt í yfirlýsingunni.Janúkóvitsj var talinn hallur undir Rússland. Mikil mótmælaalda hófst í Úkraínu eftir að ríkisstjórn hans hætti skyndilega við fríverslunarsamning við Evrópusambandið og kaus í staðinn að treysta böndin við Rússland. Hann flúði á endanum til Moskvu en ekki áður en tugir mótmælenda höfðu fallið í átökum við óeirðarlögreglu mánuðina á undan.Vísir/AFPKosningastjórinn ákærður Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Þá höfðu komið fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara í greiðslur frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Mueller hefur síðan ákært Manafort og Rick Gates, aðstoðarkosningastjóra Trump-framboðsins, fyrir fjölda afbrota, þar á meðal fyrir peningaþvætti á fjármunum sem þeir fengu frá Úkraínu og að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra ríkja eins og bandarísk lög mæla fyrir um. Gates er talinn vinna með saksóknurum Mueller. Manafort er meðal annars sagður hafa skipulagt leynilega fjölmiðlaherferð fyrir ríkisstjórn Janúkóvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum eftir blóðug mótmæli veturinn 2013 til 2014. Sú herferð er talin eiga ýmislegt sammerkt með þeirri sem Rússar réðust síðar í fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Herferðin sem Manafort skipulagði beindist þannig meðal annars að Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Obama og Clinton höfðu þá verið gagnrýnin á ríkisstjórn Janúkóvitsj eftir að Júlía Tímósjenkó var hneppt í fangelsi skömmu eftir að hún tapaði í forsetakosningum fyrir Janúkóvitsj. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Natalía Veselnitskaja, rússneskur lögmaður, sem fundaði með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump árið 2016 segir að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi ekki rætt við hana. Þremenningarnir töldu að Veselnitskaja gæti veitt þeim skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton.Fundurinn umdeildi átti sér stað í Trump-turninum í júní árið 2016, sumarið fyrir forsetakosningarnar. Donald Trump yngri, elsta syni Bandaríkjaforseta, hafði þá verið lofað upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir andstæðing föður hans. Þær upplýsingar kæmu frá rússneskum stjórnvöldum sem reyndu að hjálpa Trump. Trump yngri tók því boði fagnandi og fékk Jared Kushner, tengdason Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra framboðsins, með sér á fundinn. Þegar fjölmiðlar sögðu frá fundinum síðar fullyrti Trump yngri að ekkert hefði komið út úr honum. Þau hefðu aðeins rætt um refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi og ættleiðingar rússneskra barna í Bandaríkjunum. Annað átti hins vegar eftir að koma á daginn. Bandaríska leyniþjónustan segir að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Robert Mueller er sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Manafort (t.v.), Trump yngri (2.f.v.) og Kushner (t.h.) funduðu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Vísir/AFPEfast um sannleiksþorsta Mueller Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Veselnitskaja að það komi henni á óvart að Mueller hafi ekki haft samband við sig. Gefur hún í skyn að það þýði að Mueller „sé ekki að reyna að komast að því sanna“. Hún segist hins vegar hafa rætt við rannsakendur leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sem einnig rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Veselnitskaja ítrekar fyrri orð sín um að hún hafi ekki tengsl við stjórnvöld í Kreml. Gerði lítið úr fundinum með misvísandi yfirlýsingum Þegar New York Times greindi fyrst frá fundinum gerði Trump yngri lítið úr honum í yfirlýsingu sem sagði ekki allan sannleikann um tilefni hans. Umræðuefnið hafi fyrst og fremst verið ættleiðingar rússneskra barna. Þegar í ljós kom að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton fyrir fundinn sagði Trump yngri að Veselnitskaja hafi ekki haft neinar þýðingarmiklar upplýsingar fram að færa. Rétt áður en New York Times ætlaði að birta frétt um tölvupóstsamskipti Trump yngri við breskan milligöngumann fyrir fundinn birti hann póstana á Twitter-síðu sinni. Í póstunum kom fram að Trump yngri hefði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton og að þær væru hluti af stuðningi rússneskra stjórnvalda við föður hans. „Ef þetta er það sem þú segir þá elska ég það, sérstaklega síðar í sumar,“ var svar Trump yngri við því boði. Síðar greindi Washington Post frá því að Trump forseti sjálfur hafði lesið fyrir misvísandi yfirlýsingu um fundinn í Trump-turninum sem gefin var út í nafni sonar hans. Lögmaður forsetans neitaði því þó að hann hafi átt þátt í yfirlýsingunni.Janúkóvitsj var talinn hallur undir Rússland. Mikil mótmælaalda hófst í Úkraínu eftir að ríkisstjórn hans hætti skyndilega við fríverslunarsamning við Evrópusambandið og kaus í staðinn að treysta böndin við Rússland. Hann flúði á endanum til Moskvu en ekki áður en tugir mótmælenda höfðu fallið í átökum við óeirðarlögreglu mánuðina á undan.Vísir/AFPKosningastjórinn ákærður Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Þá höfðu komið fram ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara í greiðslur frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Mueller hefur síðan ákært Manafort og Rick Gates, aðstoðarkosningastjóra Trump-framboðsins, fyrir fjölda afbrota, þar á meðal fyrir peningaþvætti á fjármunum sem þeir fengu frá Úkraínu og að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra ríkja eins og bandarísk lög mæla fyrir um. Gates er talinn vinna með saksóknurum Mueller. Manafort er meðal annars sagður hafa skipulagt leynilega fjölmiðlaherferð fyrir ríkisstjórn Janúkóvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum eftir blóðug mótmæli veturinn 2013 til 2014. Sú herferð er talin eiga ýmislegt sammerkt með þeirri sem Rússar réðust síðar í fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Herferðin sem Manafort skipulagði beindist þannig meðal annars að Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Obama og Clinton höfðu þá verið gagnrýnin á ríkisstjórn Janúkóvitsj eftir að Júlía Tímósjenkó var hneppt í fangelsi skömmu eftir að hún tapaði í forsetakosningum fyrir Janúkóvitsj.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06
Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15