Hollywood ofur-parið Rachel Weisz og Daniel Craig eiga von á barni. Weisz og Craig hafa verið gift frá því 2011.
Weisz sagði í samtali við New York Times að brátt muni fara að sjást á henni. „Daniel og ég erum svo hamingjusöm. Við eigum von á „lítilli mannveru“. Við getum ekki beðið eftir því að hitta hann eða hana. Þetta er allt svo leyndardómsfullt,“ sagði Rachel Weisz.
Weisz er 48 ára gömul og á ellefu ára gamlan son úr fyrra sambandi með leikstóranum Darren Aronofsky. Craig á 25 ára gamla dóttur úr fyrra hjónabandi.
Daniel Craig hefur farið með hlutverk ofurnjósnarans James Bond í síðustu fjórum 007 myndum. Hann staðfesti á síðasta ári að næsta mynd yrði hans síðasta í hlutverki Bond.
Herra og frú "Bond“ eiga von á barni
Þórdís Valsdóttir skrifar

Mest lesið



Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp






Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp
