Handarlausi varnarmaðurinn kominn í NFL-deildina | Spilar með tvíburabróður sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2018 13:00 Griffin fagnar eftir að hafa verið valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. vísir/getty Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Sjá meira
Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Sjá meira