Líklegt að endurkoma hins níræða dugi ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2018 06:00 Hinn 92 ára gamli Mahathir Mohamad vill aftur í forsætisráðuneytið. Hann býður sig fram gegn sínum gömlu félögum. Hann mælist vinsælli en ríkisstjórnarflokkarnir en kosningakerfið er óhagstætt. Nordicphotos/AFP Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira