Fyrsta stiklan úr Suður-ameríska draumnum: Besti og erfiðasti draumurinn að mati strákanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 13:45 Sveppi, Pétur Jóhann, Steindi og Auddi fara á kostum í stiklu fyrir Suður-ameríska drauminn. Þetta er fjórði draumur þeirra félaga. Stöð 2 „Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust. Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira
„Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust.
Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira