Ekki hægt að rekja hver skoðar gögnin Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Dæmi eru um að lýsingar á áverkum á kynfærum kvenna séu opnar öllum starfsmönnum dómstóla. Vísir/eyþór Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Málaskrárkerfi dómstólanna er opið öllum starfsmönnum dómstóla. Þar eru persónugreinanleg gögn um afar viðkvæm málefni, þar með talið upplýsingar um áverka brotaþola í kynferðisbrotamálum. Ekki er hægt í málaskrárkerfinu að rekja leit starfsmanna eða sjá hvort starfsmaður afriti gögn og leki þeim. Dæmi eru um að gögn sem eru lokuð í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, séu opin öllum starfsmönnum dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, segir málaskrárkerfi dómstólanna ófullnægjandi. Í byrjun næsta árs verði nýtt rekjanlegt kerfi komið í gagnið. „Það er rétt að það er ekki hægt að rekja leitir starfsmanna í kerfinu og gögn eru opin öllum starfsmönnum,“ segir Ólöf. Gögn sem þessi eru úrskurðir um gæsluvarðhald, húsleitarheimildir og hleranir. Þann 30. apríl féll dómur í máli Hreiðars Más Guðmundssonar gegn íslenska ríkinu þar sem tekist var á um heimild til hlerunar sérstaks saksóknara á símtölum Hreiðars Más. Þar ákvað sérstakur saksóknari að leita til Héraðsdóms Vesturlands um heimild til hlerunar því hann treysti því ekki að úrskurðurinn færi leynt ef leitað yrði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Kristrún Kristinsdóttir, dómari við réttinn, segir í niðurstöðum dómsins eðlilegt að sérstakur saksóknari hafi ekki treyst dómstólnum fyrir úrskurðinum. „Við þessar aðstæður var það eðlileg varúðarráðstöfun, sem horfði til hagræðis, að sérstakur saksóknari leitaði til dómstóls í nágrenni borgarinnar þar sem aðeins störfuðu þrír starfsmenn, fremur en til Héraðsdóms Reykjavíkur sem er fjölmennur vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa aðgang að málaskrárkerfi dómstólsins,“ segir í niðurstöðu Kristrúnar.Fyrirsögn fréttarinnar, sem er úr Fréttablaðinu í morgun, var breytt þar sem í henni var fullyrt að starfsmenn dómstóla lækju trúnaðargögnum án þess að það væri útskýrt í fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari Má 300 þúsund krónur í miskabætur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna heimildar sem veitt var til hlustana á síma hans í kjölfar yfirheyrslu hjá lögreglu þann 17. maí 2010. 30. apríl 2018 14:32